Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar 20. apríl 2025 12:02 Í Grafarvogi býr efri millistétt. Þetta segir okkur Davíð Már Sigurðsson stoltur íbúi hverfisins. Ekkert minnist hann á verkalýðsstétt í sömu lýsingu. Þetta vissi ég ekki, hélt að efri millistéttin ætti heima á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Ég hef lengi velt fyrir mér Grafarvogsgremjunni sem þjóðin verður reglulega vitni að. Ofsafengin reiðiköst á íbúafundum þannig að opinberir starfsmenn verða að fá áfallahjálp að þeim loknum. Íbúafundir þar sem kvótaerfingjarnir láta tilkynna að atvinnulíf byggðarlaga sé lagt í rúst svo þeir geti keypt sér aðeins dýrara hvítvín með humrinum komast ekki í hálfkvisti við fundabræðina í Grafarvogi. Efri millistéttin kvartar undan snjómokstri. Okkur Norðlendingum finnst merkilegt að snjómokstur skuli vera svona stórt vandamál á götum þar sem auðvelt er að vera á sumardekkjum allt árið. Með þeim orðum er ekki verið að hundsa vanda Grafarvogsbúa, en það þarf að læra að aka í snjó og til þess þarf snjóavetur og því er ekki hægt að stjórna. Öllum þykir okkur vænt um íbúa Grafarvogs og viljum að þau séu með okkur hinum í samfélagi. Efri millistéttin í Grafarvogi óttast að umferðarstíflan á þorpsgötunni nái alla leið til þeirra sjálfra og þurfi að taka strætó. Það segir sig sjálft, fólk í efri millistétt tekur ekki strætó. Verst af öllu er þó eitthvert tal um að byggja blokkir. Blokkir! Í slíku húsnæði er mögulegt að búi verkafólk. Þá er spillt hinni góðu stéttablöndu sem hinn stolti Davíð Már Sigurðsson segir okkur frá. Þarna gæti sest að eitthvert fólk sem á börn sem þurfa að ganga í skóla. Hvað þá? Ég vil þakka nefndum manni úr Grafarvogi fyrir að hjálpa okkur hinum að skilja gremjuna sem virðist landlæg í voginum góða. Um sé að ræða ótta efri millistéttarinnar við að spillast af fólki með lægri stöðu í þjóðfélaginu. Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki. Höfundur er kennari á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Byggðamál Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í Grafarvogi býr efri millistétt. Þetta segir okkur Davíð Már Sigurðsson stoltur íbúi hverfisins. Ekkert minnist hann á verkalýðsstétt í sömu lýsingu. Þetta vissi ég ekki, hélt að efri millistéttin ætti heima á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Ég hef lengi velt fyrir mér Grafarvogsgremjunni sem þjóðin verður reglulega vitni að. Ofsafengin reiðiköst á íbúafundum þannig að opinberir starfsmenn verða að fá áfallahjálp að þeim loknum. Íbúafundir þar sem kvótaerfingjarnir láta tilkynna að atvinnulíf byggðarlaga sé lagt í rúst svo þeir geti keypt sér aðeins dýrara hvítvín með humrinum komast ekki í hálfkvisti við fundabræðina í Grafarvogi. Efri millistéttin kvartar undan snjómokstri. Okkur Norðlendingum finnst merkilegt að snjómokstur skuli vera svona stórt vandamál á götum þar sem auðvelt er að vera á sumardekkjum allt árið. Með þeim orðum er ekki verið að hundsa vanda Grafarvogsbúa, en það þarf að læra að aka í snjó og til þess þarf snjóavetur og því er ekki hægt að stjórna. Öllum þykir okkur vænt um íbúa Grafarvogs og viljum að þau séu með okkur hinum í samfélagi. Efri millistéttin í Grafarvogi óttast að umferðarstíflan á þorpsgötunni nái alla leið til þeirra sjálfra og þurfi að taka strætó. Það segir sig sjálft, fólk í efri millistétt tekur ekki strætó. Verst af öllu er þó eitthvert tal um að byggja blokkir. Blokkir! Í slíku húsnæði er mögulegt að búi verkafólk. Þá er spillt hinni góðu stéttablöndu sem hinn stolti Davíð Már Sigurðsson segir okkur frá. Þarna gæti sest að eitthvert fólk sem á börn sem þurfa að ganga í skóla. Hvað þá? Ég vil þakka nefndum manni úr Grafarvogi fyrir að hjálpa okkur hinum að skilja gremjuna sem virðist landlæg í voginum góða. Um sé að ræða ótta efri millistéttarinnar við að spillast af fólki með lægri stöðu í þjóðfélaginu. Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki. Höfundur er kennari á Akureyri.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun