Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar 20. apríl 2025 12:02 Í Grafarvogi býr efri millistétt. Þetta segir okkur Davíð Már Sigurðsson stoltur íbúi hverfisins. Ekkert minnist hann á verkalýðsstétt í sömu lýsingu. Þetta vissi ég ekki, hélt að efri millistéttin ætti heima á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Ég hef lengi velt fyrir mér Grafarvogsgremjunni sem þjóðin verður reglulega vitni að. Ofsafengin reiðiköst á íbúafundum þannig að opinberir starfsmenn verða að fá áfallahjálp að þeim loknum. Íbúafundir þar sem kvótaerfingjarnir láta tilkynna að atvinnulíf byggðarlaga sé lagt í rúst svo þeir geti keypt sér aðeins dýrara hvítvín með humrinum komast ekki í hálfkvisti við fundabræðina í Grafarvogi. Efri millistéttin kvartar undan snjómokstri. Okkur Norðlendingum finnst merkilegt að snjómokstur skuli vera svona stórt vandamál á götum þar sem auðvelt er að vera á sumardekkjum allt árið. Með þeim orðum er ekki verið að hundsa vanda Grafarvogsbúa, en það þarf að læra að aka í snjó og til þess þarf snjóavetur og því er ekki hægt að stjórna. Öllum þykir okkur vænt um íbúa Grafarvogs og viljum að þau séu með okkur hinum í samfélagi. Efri millistéttin í Grafarvogi óttast að umferðarstíflan á þorpsgötunni nái alla leið til þeirra sjálfra og þurfi að taka strætó. Það segir sig sjálft, fólk í efri millistétt tekur ekki strætó. Verst af öllu er þó eitthvert tal um að byggja blokkir. Blokkir! Í slíku húsnæði er mögulegt að búi verkafólk. Þá er spillt hinni góðu stéttablöndu sem hinn stolti Davíð Már Sigurðsson segir okkur frá. Þarna gæti sest að eitthvert fólk sem á börn sem þurfa að ganga í skóla. Hvað þá? Ég vil þakka nefndum manni úr Grafarvogi fyrir að hjálpa okkur hinum að skilja gremjuna sem virðist landlæg í voginum góða. Um sé að ræða ótta efri millistéttarinnar við að spillast af fólki með lægri stöðu í þjóðfélaginu. Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki. Höfundur er kennari á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Byggðamál Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Grafarvogi býr efri millistétt. Þetta segir okkur Davíð Már Sigurðsson stoltur íbúi hverfisins. Ekkert minnist hann á verkalýðsstétt í sömu lýsingu. Þetta vissi ég ekki, hélt að efri millistéttin ætti heima á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Ég hef lengi velt fyrir mér Grafarvogsgremjunni sem þjóðin verður reglulega vitni að. Ofsafengin reiðiköst á íbúafundum þannig að opinberir starfsmenn verða að fá áfallahjálp að þeim loknum. Íbúafundir þar sem kvótaerfingjarnir láta tilkynna að atvinnulíf byggðarlaga sé lagt í rúst svo þeir geti keypt sér aðeins dýrara hvítvín með humrinum komast ekki í hálfkvisti við fundabræðina í Grafarvogi. Efri millistéttin kvartar undan snjómokstri. Okkur Norðlendingum finnst merkilegt að snjómokstur skuli vera svona stórt vandamál á götum þar sem auðvelt er að vera á sumardekkjum allt árið. Með þeim orðum er ekki verið að hundsa vanda Grafarvogsbúa, en það þarf að læra að aka í snjó og til þess þarf snjóavetur og því er ekki hægt að stjórna. Öllum þykir okkur vænt um íbúa Grafarvogs og viljum að þau séu með okkur hinum í samfélagi. Efri millistéttin í Grafarvogi óttast að umferðarstíflan á þorpsgötunni nái alla leið til þeirra sjálfra og þurfi að taka strætó. Það segir sig sjálft, fólk í efri millistétt tekur ekki strætó. Verst af öllu er þó eitthvert tal um að byggja blokkir. Blokkir! Í slíku húsnæði er mögulegt að búi verkafólk. Þá er spillt hinni góðu stéttablöndu sem hinn stolti Davíð Már Sigurðsson segir okkur frá. Þarna gæti sest að eitthvert fólk sem á börn sem þurfa að ganga í skóla. Hvað þá? Ég vil þakka nefndum manni úr Grafarvogi fyrir að hjálpa okkur hinum að skilja gremjuna sem virðist landlæg í voginum góða. Um sé að ræða ótta efri millistéttarinnar við að spillast af fólki með lægri stöðu í þjóðfélaginu. Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki. Höfundur er kennari á Akureyri.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun