Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:01 Nú er sá tími árs þegar leikskólaumræðan er í hámarki. Hvaða börn fá pláss og hver ekki. Sveitfélög keppast við að tilkynna um aldur þeirra sem fá inngöngu og þar er Seltjarnarnes að tapa í samkeppninni. Á síðasta ári var mikið barnalán á Seltjarnarnesi og 2024 árgangurinn óvenju stór. En það leiðir af sér að erfiðara er að veita börnum pláss. Þar að auki hafa möguleika foreldra á því að koma börnum í einkaleikskóla annars staðar þrengst mjög og svo er ekkert dagforeldri starfandi á Seltjarnarnesi. Þetta þýðir að foreldrar barna fædd eftir mars 2024 eru í vandræðum. Þau munu ekki koma börnum sínum í leikskóla fyrr en langt gengið í þriggja ára. Það hefur verið ljóst árum saman að átaks sé þörf í leikskólamálum á Seltjarnarnesi. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur haft það á sinni stefnuskrá að byggja nýja stærri leikskóla í þrennum kosningum í röð. Enn bólar ekkert á þessum leikskóla og bera menn fyrir sig ýmsar ástæður. Það var covid, það var verðbólgan, það var mygla í skólunum okkar. Ekkert af þessu er öðruvísi í öðrum sveitfélögum um allt land. Þau hafa öll lent í slæmri myglu sem líkt og á Seltjarnarnesi, sem meðal annars kom til vegna sparnaðar í viðhaldi skólahúsnæðis. Meirihluti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi er haldinn sérkennilegri þráhyggju. Þau hafa rekið bæjarfélagið með halla síðustu 8 ár, uppsafnaður er hann yfir 3 milljarðar, samt halda þau í að rekstur lúti öðrum lögmálum en önnur sveitafélög. Hugmyndin er sú að einhvern vegin getum við rekið sveitafélag nútímans eins og í gamla daga, með mun lægra útsvari þrátt fyrir að þjónustukrafan sé umtalsvert meiri en áður. Síðustu ár hefur verið stöðug hnignun í þjónustu á Seltjarnarnesi, ungmennastarf var verulega skert, skólarnir hafa verið í svelti og viðhaldi ekki sinnt. Fjárfestingar eingöngu notaðar til viðhalds og viðbragða ekki til uppbyggingar. Mér finnst þetta kristallast í því að eina samkomuhús okkar, Félagsheimili Seltjarnarness, hús sem er mikilvægt í sjálfsmynd Seltirninga, hefur verið lokað vegna viðhalds í 5 ár og enn stendur ekki til að klára það. Það er hægt að leysa leikskólavandann á Seltjarnarnesi frekar auðveldlega. Við höfum aðgang að húsnæði og höfum úrvals ungbarnaleikskóla sem gæti bætt við sig deild. En það er ekki hægt af því að við eigum engan pening á Seltjarnarnesi, Við eigum ekki pening af því að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi eru í þrjóskukasti og vilja upp á líf og dauða ekki horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að það þarf að hækka útsvarið. Við getum ekki rekið sveitafélag með svo háu þjónustustigi, með enga aðra tekjur án þess að íbúar greiði sameiginlega sinn hlut í þeim rekstri. Bara líkt og flestir aðrir íbúar þessa lands gera. Annað er óskhyggja og mun ekki enda vel. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Seltjarnarnes Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er sá tími árs þegar leikskólaumræðan er í hámarki. Hvaða börn fá pláss og hver ekki. Sveitfélög keppast við að tilkynna um aldur þeirra sem fá inngöngu og þar er Seltjarnarnes að tapa í samkeppninni. Á síðasta ári var mikið barnalán á Seltjarnarnesi og 2024 árgangurinn óvenju stór. En það leiðir af sér að erfiðara er að veita börnum pláss. Þar að auki hafa möguleika foreldra á því að koma börnum í einkaleikskóla annars staðar þrengst mjög og svo er ekkert dagforeldri starfandi á Seltjarnarnesi. Þetta þýðir að foreldrar barna fædd eftir mars 2024 eru í vandræðum. Þau munu ekki koma börnum sínum í leikskóla fyrr en langt gengið í þriggja ára. Það hefur verið ljóst árum saman að átaks sé þörf í leikskólamálum á Seltjarnarnesi. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur haft það á sinni stefnuskrá að byggja nýja stærri leikskóla í þrennum kosningum í röð. Enn bólar ekkert á þessum leikskóla og bera menn fyrir sig ýmsar ástæður. Það var covid, það var verðbólgan, það var mygla í skólunum okkar. Ekkert af þessu er öðruvísi í öðrum sveitfélögum um allt land. Þau hafa öll lent í slæmri myglu sem líkt og á Seltjarnarnesi, sem meðal annars kom til vegna sparnaðar í viðhaldi skólahúsnæðis. Meirihluti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi er haldinn sérkennilegri þráhyggju. Þau hafa rekið bæjarfélagið með halla síðustu 8 ár, uppsafnaður er hann yfir 3 milljarðar, samt halda þau í að rekstur lúti öðrum lögmálum en önnur sveitafélög. Hugmyndin er sú að einhvern vegin getum við rekið sveitafélag nútímans eins og í gamla daga, með mun lægra útsvari þrátt fyrir að þjónustukrafan sé umtalsvert meiri en áður. Síðustu ár hefur verið stöðug hnignun í þjónustu á Seltjarnarnesi, ungmennastarf var verulega skert, skólarnir hafa verið í svelti og viðhaldi ekki sinnt. Fjárfestingar eingöngu notaðar til viðhalds og viðbragða ekki til uppbyggingar. Mér finnst þetta kristallast í því að eina samkomuhús okkar, Félagsheimili Seltjarnarness, hús sem er mikilvægt í sjálfsmynd Seltirninga, hefur verið lokað vegna viðhalds í 5 ár og enn stendur ekki til að klára það. Það er hægt að leysa leikskólavandann á Seltjarnarnesi frekar auðveldlega. Við höfum aðgang að húsnæði og höfum úrvals ungbarnaleikskóla sem gæti bætt við sig deild. En það er ekki hægt af því að við eigum engan pening á Seltjarnarnesi, Við eigum ekki pening af því að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi eru í þrjóskukasti og vilja upp á líf og dauða ekki horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að það þarf að hækka útsvarið. Við getum ekki rekið sveitafélag með svo háu þjónustustigi, með enga aðra tekjur án þess að íbúar greiði sameiginlega sinn hlut í þeim rekstri. Bara líkt og flestir aðrir íbúar þessa lands gera. Annað er óskhyggja og mun ekki enda vel. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun