Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:01 Nú er sá tími árs þegar leikskólaumræðan er í hámarki. Hvaða börn fá pláss og hver ekki. Sveitfélög keppast við að tilkynna um aldur þeirra sem fá inngöngu og þar er Seltjarnarnes að tapa í samkeppninni. Á síðasta ári var mikið barnalán á Seltjarnarnesi og 2024 árgangurinn óvenju stór. En það leiðir af sér að erfiðara er að veita börnum pláss. Þar að auki hafa möguleika foreldra á því að koma börnum í einkaleikskóla annars staðar þrengst mjög og svo er ekkert dagforeldri starfandi á Seltjarnarnesi. Þetta þýðir að foreldrar barna fædd eftir mars 2024 eru í vandræðum. Þau munu ekki koma börnum sínum í leikskóla fyrr en langt gengið í þriggja ára. Það hefur verið ljóst árum saman að átaks sé þörf í leikskólamálum á Seltjarnarnesi. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur haft það á sinni stefnuskrá að byggja nýja stærri leikskóla í þrennum kosningum í röð. Enn bólar ekkert á þessum leikskóla og bera menn fyrir sig ýmsar ástæður. Það var covid, það var verðbólgan, það var mygla í skólunum okkar. Ekkert af þessu er öðruvísi í öðrum sveitfélögum um allt land. Þau hafa öll lent í slæmri myglu sem líkt og á Seltjarnarnesi, sem meðal annars kom til vegna sparnaðar í viðhaldi skólahúsnæðis. Meirihluti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi er haldinn sérkennilegri þráhyggju. Þau hafa rekið bæjarfélagið með halla síðustu 8 ár, uppsafnaður er hann yfir 3 milljarðar, samt halda þau í að rekstur lúti öðrum lögmálum en önnur sveitafélög. Hugmyndin er sú að einhvern vegin getum við rekið sveitafélag nútímans eins og í gamla daga, með mun lægra útsvari þrátt fyrir að þjónustukrafan sé umtalsvert meiri en áður. Síðustu ár hefur verið stöðug hnignun í þjónustu á Seltjarnarnesi, ungmennastarf var verulega skert, skólarnir hafa verið í svelti og viðhaldi ekki sinnt. Fjárfestingar eingöngu notaðar til viðhalds og viðbragða ekki til uppbyggingar. Mér finnst þetta kristallast í því að eina samkomuhús okkar, Félagsheimili Seltjarnarness, hús sem er mikilvægt í sjálfsmynd Seltirninga, hefur verið lokað vegna viðhalds í 5 ár og enn stendur ekki til að klára það. Það er hægt að leysa leikskólavandann á Seltjarnarnesi frekar auðveldlega. Við höfum aðgang að húsnæði og höfum úrvals ungbarnaleikskóla sem gæti bætt við sig deild. En það er ekki hægt af því að við eigum engan pening á Seltjarnarnesi, Við eigum ekki pening af því að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi eru í þrjóskukasti og vilja upp á líf og dauða ekki horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að það þarf að hækka útsvarið. Við getum ekki rekið sveitafélag með svo háu þjónustustigi, með enga aðra tekjur án þess að íbúar greiði sameiginlega sinn hlut í þeim rekstri. Bara líkt og flestir aðrir íbúar þessa lands gera. Annað er óskhyggja og mun ekki enda vel. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Seltjarnarnes Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Nú er sá tími árs þegar leikskólaumræðan er í hámarki. Hvaða börn fá pláss og hver ekki. Sveitfélög keppast við að tilkynna um aldur þeirra sem fá inngöngu og þar er Seltjarnarnes að tapa í samkeppninni. Á síðasta ári var mikið barnalán á Seltjarnarnesi og 2024 árgangurinn óvenju stór. En það leiðir af sér að erfiðara er að veita börnum pláss. Þar að auki hafa möguleika foreldra á því að koma börnum í einkaleikskóla annars staðar þrengst mjög og svo er ekkert dagforeldri starfandi á Seltjarnarnesi. Þetta þýðir að foreldrar barna fædd eftir mars 2024 eru í vandræðum. Þau munu ekki koma börnum sínum í leikskóla fyrr en langt gengið í þriggja ára. Það hefur verið ljóst árum saman að átaks sé þörf í leikskólamálum á Seltjarnarnesi. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur haft það á sinni stefnuskrá að byggja nýja stærri leikskóla í þrennum kosningum í röð. Enn bólar ekkert á þessum leikskóla og bera menn fyrir sig ýmsar ástæður. Það var covid, það var verðbólgan, það var mygla í skólunum okkar. Ekkert af þessu er öðruvísi í öðrum sveitfélögum um allt land. Þau hafa öll lent í slæmri myglu sem líkt og á Seltjarnarnesi, sem meðal annars kom til vegna sparnaðar í viðhaldi skólahúsnæðis. Meirihluti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi er haldinn sérkennilegri þráhyggju. Þau hafa rekið bæjarfélagið með halla síðustu 8 ár, uppsafnaður er hann yfir 3 milljarðar, samt halda þau í að rekstur lúti öðrum lögmálum en önnur sveitafélög. Hugmyndin er sú að einhvern vegin getum við rekið sveitafélag nútímans eins og í gamla daga, með mun lægra útsvari þrátt fyrir að þjónustukrafan sé umtalsvert meiri en áður. Síðustu ár hefur verið stöðug hnignun í þjónustu á Seltjarnarnesi, ungmennastarf var verulega skert, skólarnir hafa verið í svelti og viðhaldi ekki sinnt. Fjárfestingar eingöngu notaðar til viðhalds og viðbragða ekki til uppbyggingar. Mér finnst þetta kristallast í því að eina samkomuhús okkar, Félagsheimili Seltjarnarness, hús sem er mikilvægt í sjálfsmynd Seltirninga, hefur verið lokað vegna viðhalds í 5 ár og enn stendur ekki til að klára það. Það er hægt að leysa leikskólavandann á Seltjarnarnesi frekar auðveldlega. Við höfum aðgang að húsnæði og höfum úrvals ungbarnaleikskóla sem gæti bætt við sig deild. En það er ekki hægt af því að við eigum engan pening á Seltjarnarnesi, Við eigum ekki pening af því að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi eru í þrjóskukasti og vilja upp á líf og dauða ekki horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að það þarf að hækka útsvarið. Við getum ekki rekið sveitafélag með svo háu þjónustustigi, með enga aðra tekjur án þess að íbúar greiði sameiginlega sinn hlut í þeim rekstri. Bara líkt og flestir aðrir íbúar þessa lands gera. Annað er óskhyggja og mun ekki enda vel. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar