„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. apríl 2025 22:15 Borche Ilievski, þjálfari ÍR. vísir / anton „Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu. „Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
„Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira