Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar 14. apríl 2025 12:00 Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar