Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 12:31 Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur tekið risaskref í vetur. Vísir/Getty Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólagolfinu, með LSU Tigers frá Louisiana State háskólanum. Markmiðin eru háleit og skýr svo að hann sneiðir hjá partýunum á háskólasvæðinu. Gunnlaugur Árni fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 sem sjá má hér að neðan. Gunnlaugur Árni hefur verið meðal allra bestu kylfinga í háskólagolfinu í vetur og það þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári. Hann hefur til að mynda unnið eitt mót og fjórum sinnum endað í hópi þriggja efstu, og þannig náð bestum árangri nýliða á keppnistímabilinu. Þá hefur hann auðvitað rokið upp heimslista áhugakylfinga og er í langbesta sæti sem Íslendingur hefur náð, núna í 36. sæti. Jákvætt umtal varðandi árangur þessa bráðefnilega kylfings er mikið en hann reynir að hugsa sjálfur ekki mikið út í það. „Þetta er náttúrulega mikil vinna sem kemur á undan því að ná svona árangri. Það er gaman að sjá þetta vera að skila einhverju,“ segir Gunnlaugur Árni. „Þessa dagana er minn leikur mjög góður. Mér líður mjög vel. Sjálfstraustið er hátt. Ég þarf bara að halda áfram að leggja tíma í þetta, æfa vel og vera tilbúinn í hvert einasta mót,“ bætir hann við en næsta mót er The Invitational at the Ford í dag og á morgun. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Aðspurður um skemmtanalífið í háskólanum og hvort að partýstandið sé líkt og það er teiknað upp í bandarískum bíómyndum segir Íslendingurinn: „Ég persónulega fer bara í tíma og úr tíma. Ég eyði eiginlega engum tíma á „campusnum“ nema þegar ég þarf þess. Við æfum bara mjög vel og gerum í raun og veru ekki mikið meira en það. Þetta er svipað og þú getur ímyndað þér úr bíómyndunum, um hvernig venjulegur háskóla-campus er. Þetta er bara steríótýpan þaðan.“ Tekur hann þá ekki þátt í partýunum? „Við sjáum þau eiginlega ekki neitt. Við erum mjög metnaðarfullt lið og stefnum langt,“ segir Gunnlaugur Árni enda ætlar hann sér að keppa við þá allra bestu í framtíðinni: „Ég er ekkert að fela markmiðið. Það er að verða atvinnumaður á stærstu mótaröðunum; PGA eða Evrópumótaröðinni. Það er mjög góð leið að fara í gegnum háskólagolfið.“ Golf Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Gunnlaugur Árni fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 sem sjá má hér að neðan. Gunnlaugur Árni hefur verið meðal allra bestu kylfinga í háskólagolfinu í vetur og það þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári. Hann hefur til að mynda unnið eitt mót og fjórum sinnum endað í hópi þriggja efstu, og þannig náð bestum árangri nýliða á keppnistímabilinu. Þá hefur hann auðvitað rokið upp heimslista áhugakylfinga og er í langbesta sæti sem Íslendingur hefur náð, núna í 36. sæti. Jákvætt umtal varðandi árangur þessa bráðefnilega kylfings er mikið en hann reynir að hugsa sjálfur ekki mikið út í það. „Þetta er náttúrulega mikil vinna sem kemur á undan því að ná svona árangri. Það er gaman að sjá þetta vera að skila einhverju,“ segir Gunnlaugur Árni. „Þessa dagana er minn leikur mjög góður. Mér líður mjög vel. Sjálfstraustið er hátt. Ég þarf bara að halda áfram að leggja tíma í þetta, æfa vel og vera tilbúinn í hvert einasta mót,“ bætir hann við en næsta mót er The Invitational at the Ford í dag og á morgun. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Aðspurður um skemmtanalífið í háskólanum og hvort að partýstandið sé líkt og það er teiknað upp í bandarískum bíómyndum segir Íslendingurinn: „Ég persónulega fer bara í tíma og úr tíma. Ég eyði eiginlega engum tíma á „campusnum“ nema þegar ég þarf þess. Við æfum bara mjög vel og gerum í raun og veru ekki mikið meira en það. Þetta er svipað og þú getur ímyndað þér úr bíómyndunum, um hvernig venjulegur háskóla-campus er. Þetta er bara steríótýpan þaðan.“ Tekur hann þá ekki þátt í partýunum? „Við sjáum þau eiginlega ekki neitt. Við erum mjög metnaðarfullt lið og stefnum langt,“ segir Gunnlaugur Árni enda ætlar hann sér að keppa við þá allra bestu í framtíðinni: „Ég er ekkert að fela markmiðið. Það er að verða atvinnumaður á stærstu mótaröðunum; PGA eða Evrópumótaröðinni. Það er mjög góð leið að fara í gegnum háskólagolfið.“
Golf Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira