Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 11:33 Scottie Scheffler klæðir hér Rory McIlroy í græna jakkann í gærkvöldi. Getty/Richard Heathcote Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili. Með þessu hafði náði hann að loka alslemmu golfsins, það er vinna öll fjögur risamótin sem eru auk Mastersmótsins, PGA-meistaramótið, Opna breska meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Það er óhætt að segja að slíku nái ekki margir. Í raun er McIlroy aðeins sjötti meðlimurinn í hópnum og sá fyrsti til að bætast í hann í 25 ár. McIlroy hafði beðið lengi eftir sigri í Mastersmótinu því hann vann hinn þrjú risamótin á árunum 2010 til 2014. Hann var því búinn að bíða í ellefu ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið árin 2012 og 2014, hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2011 og hann vann Opna breska meistaramótið árið 2014. Nú varð hann fyrsti nýi meðlimurinn í alslemmuhópnum síðan að Tiger Woods sem komst þangað með því að vinna bæði Opna bandaríska og Opna breska meistaramótið sumarið 2000. Þar á undan hafði Jack Nicklaus náði þessu árið 1966 en hinir meðlimir alslemmuhópsins eru Gary Player (1965), Ben Hogan (1953) og Gene Sarazen (1935). View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) View this post on Instagram A post shared by Jay on SC (@jayonsc) Masters-mótið Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Með þessu hafði náði hann að loka alslemmu golfsins, það er vinna öll fjögur risamótin sem eru auk Mastersmótsins, PGA-meistaramótið, Opna breska meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Það er óhætt að segja að slíku nái ekki margir. Í raun er McIlroy aðeins sjötti meðlimurinn í hópnum og sá fyrsti til að bætast í hann í 25 ár. McIlroy hafði beðið lengi eftir sigri í Mastersmótinu því hann vann hinn þrjú risamótin á árunum 2010 til 2014. Hann var því búinn að bíða í ellefu ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið árin 2012 og 2014, hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2011 og hann vann Opna breska meistaramótið árið 2014. Nú varð hann fyrsti nýi meðlimurinn í alslemmuhópnum síðan að Tiger Woods sem komst þangað með því að vinna bæði Opna bandaríska og Opna breska meistaramótið sumarið 2000. Þar á undan hafði Jack Nicklaus náði þessu árið 1966 en hinir meðlimir alslemmuhópsins eru Gary Player (1965), Ben Hogan (1953) og Gene Sarazen (1935). View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) View this post on Instagram A post shared by Jay on SC (@jayonsc)
Masters-mótið Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira