McIlroy vann Masters í bráðabana Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 23:21 Dramatíkin var allsráðandi á lokadegi mótsins. McIlroy missti forystuna margsinnis frá sér en vann mótið eftir bráðabana. Michael Reaves/Getty Images Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á Masters og kláraði þar með alslemmuna eftirsóttu, þrátt fyrir að lenda í heilmiklum vandræðum á lokadeginum og þurfa að fara í bráðabana gegn Justin Rose. Masters var eina risamótið sem McIlroy átti eftir að vinna á sínum sigursæla ferli. Hann hafði oft áður náð langt og endað í öðru sæti síðustu tvö ár. McIlroy var með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn, missti hana strax frá sér á fyrstu holu til Brysons DeChambeau, en vann hana upp aftur á næstu holum. McIlroy makes birdie on No. 9 to extend his lead. #themasters pic.twitter.com/EvytUu5Q2i— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 McIlroy var síðan kominn með fjögurra högga forystu eftir fyrstu níu holurnar en spilaði næstu holur illa, vippaði boltanum meðal annars út í vatn úr auðveldu færi og missti forystuna frá sér. DeChambeau hafði þá lent langt á eftir en Justin Rose kom sér upp að hlið McIlroy og jafnaði höggfjölda hans. Forystan skiptist svo formlega um hendur eftir þrettándu holu McIlroy og Rose leiddi með einu höggi. Stressið steig Rose hins vegar til höfuðs, hann missti forystuna strax frá sér og þá voru þrír jafnir: McIlroy, Rose og Ludvig Aberg. McIlroy átti síðan algjört draumahögg á fimmtándu holu og tók forystuna á ný, þó aðeins um eitt högg eftir að hafa klikkað á pútti fyrir erni. Poised to make eagle. Rory McIlroy goes for glory on No. 15. #themasters pic.twitter.com/hAM0zxnkM7— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Justin Rose kláraði hringinn á undan McIlroy og setti hann undir gríðarlega pressu með því að jafna hann aftur í höggfjölda eftir frábært pútt á átjándu holu. McIlroy þurfti því að lækka skorkort sitt um eitt högg síðustu tvær holurnar. Sem virtist ætla að ganga eftir, stórkostlegt högg á sautjándu holu setti upp tækifæri fyrir fugl og meters púttið fór ofan í. En McIlroy átti síðan skelfilegt högg á átjandu holu sem endaði í sandgryfju og tókst ekki að klára holuna á pari til að tryggja sér sigur á mótinu. That close to victory. #themasters pic.twitter.com/VFj0gHA7lc— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Haldið var því í bráðabana milli McIlroy og Rose. Leikið var átjándu holuna og þar gekk McIlroy betur í annarri tilraun. Hann fór holuna á fugli meðan Rose fór á pari. Rory McIlroy stóð því uppi sem sigurvegari eftir stórkostlega dramatík á lokadeginum. The cinema of the 73rd hole. #themasters pic.twitter.com/wJgncWWhOr— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Sweet, sweet victory. #themasters pic.twitter.com/4h1ODOodnt— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Golf Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Masters var eina risamótið sem McIlroy átti eftir að vinna á sínum sigursæla ferli. Hann hafði oft áður náð langt og endað í öðru sæti síðustu tvö ár. McIlroy var með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn, missti hana strax frá sér á fyrstu holu til Brysons DeChambeau, en vann hana upp aftur á næstu holum. McIlroy makes birdie on No. 9 to extend his lead. #themasters pic.twitter.com/EvytUu5Q2i— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 McIlroy var síðan kominn með fjögurra högga forystu eftir fyrstu níu holurnar en spilaði næstu holur illa, vippaði boltanum meðal annars út í vatn úr auðveldu færi og missti forystuna frá sér. DeChambeau hafði þá lent langt á eftir en Justin Rose kom sér upp að hlið McIlroy og jafnaði höggfjölda hans. Forystan skiptist svo formlega um hendur eftir þrettándu holu McIlroy og Rose leiddi með einu höggi. Stressið steig Rose hins vegar til höfuðs, hann missti forystuna strax frá sér og þá voru þrír jafnir: McIlroy, Rose og Ludvig Aberg. McIlroy átti síðan algjört draumahögg á fimmtándu holu og tók forystuna á ný, þó aðeins um eitt högg eftir að hafa klikkað á pútti fyrir erni. Poised to make eagle. Rory McIlroy goes for glory on No. 15. #themasters pic.twitter.com/hAM0zxnkM7— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Justin Rose kláraði hringinn á undan McIlroy og setti hann undir gríðarlega pressu með því að jafna hann aftur í höggfjölda eftir frábært pútt á átjándu holu. McIlroy þurfti því að lækka skorkort sitt um eitt högg síðustu tvær holurnar. Sem virtist ætla að ganga eftir, stórkostlegt högg á sautjándu holu setti upp tækifæri fyrir fugl og meters púttið fór ofan í. En McIlroy átti síðan skelfilegt högg á átjandu holu sem endaði í sandgryfju og tókst ekki að klára holuna á pari til að tryggja sér sigur á mótinu. That close to victory. #themasters pic.twitter.com/VFj0gHA7lc— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Haldið var því í bráðabana milli McIlroy og Rose. Leikið var átjándu holuna og þar gekk McIlroy betur í annarri tilraun. Hann fór holuna á fugli meðan Rose fór á pari. Rory McIlroy stóð því uppi sem sigurvegari eftir stórkostlega dramatík á lokadeginum. The cinema of the 73rd hole. #themasters pic.twitter.com/wJgncWWhOr— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025 Sweet, sweet victory. #themasters pic.twitter.com/4h1ODOodnt— The Masters (@TheMasters) April 13, 2025
Golf Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira