Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar 13. apríl 2025 08:31 Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Í dag er aftur og aftur kallað eftir ríkisaðgerðum til að stuðla að breytingum. Hvort sem það eru orkuskipti, sjálfbærni eða bætt lífsgæði, þá virðist lausnin ávallt vera sú sama: styrkir, niðurgreiðslur og inngrip að hálfu ríkisins. Það sem sést eru góðar fyrirætlanir, ráðherrar með áætlanir, og borgarar sem fá nýtt hjól eða nýjan rafbíl á afslætti. En hvað er það sem ekki sést? Í nýlegum fréttum má sjá hvernig 1,4 milljarðar hafa runnið úr Orkusjóði til rafbílakaupa. Í skýrslum ráðuneytisins kemur fram að nær helmingur styrkjanna hafi runnið til tveggja tekjuhæstu tíundanna, og tekjuhæsti hópurinn fékk einn og sér tæpan þriðjung heildarstyrkjanna. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfjármunum, safnað með halla og sköttum frá öllum þjóðfélagshópum, var beint til þeirra sem síst þurftu á því að halda til að fjármagna neyslu einkabíls. Nýjasta útspilið er styrkir til kaupa á nytjahjólum — allt að 200.000 krónur eða þriðjungur af kaupverði. Þeir sem hafa efni á því að kaupa sér nýtt nytjahjól fá þannig niðurgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum. En hver borgar fyrir það? Er það sá sem býr í dreifbýli og hefur takmörkuð not af hjóli í daglegum erindum? Eða einstaklingur sem þarf að forgangsraða milli matar, lyfja og húsaleigu? Það sem sést er sá sem fær styrk. Það sem ekki sést er sá sem borgar. Þessir styrkir eru ekki fjármagnaðir með sparnaði, heldur með ríkisútgjöldum — annað hvort með beinum sköttum í dag eða skuldum sem verða að sköttum framtíðarinnar, oft í formi verðbólgu sem smám saman étur upp kaupmátt allra. Þetta eru peningar sem hefðu annars getað farið í frjálsa neyslu, sparnað, fjárfestingar eða einfaldlega verið skilin eftir í vösum borgara. Við sjáum rafbíl eða hjól — en ekki verðmætasköpunina sem átti sér ekki stað vegna þess að fjármagninu var beint annað, í pólitískum tilgangi. Ríkið fjárfestir ekki með eigin peningum – því ríkið á enga peninga. Allt sem það hefur, hefur það tekið frá öðrum. Það gerir það án þess að þurfa að sýna fram á arðsemi eða mæta raunverulegri eftirspurn almennings, heldur eftir pólitískum forgangsröðunum sem sveiflast með hentugleika milli kjörtímabila. Ef það væri einfaldlega þannig að öll útgjöld ríkisins skiluðu samfélaginu hreinum ábata, væri nærtækast að ríkisvæða allt. En slíkt fyrirkomulag útrýmir einkaeign og persónulegri ábyrgð – og þar með þeim hvötum sem knýja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta auðlindir skynsamlega, þróa betri lausnir og þjóna raunverulegri eftirspurn annarra. Það sem kallað er „samfélagslegur ávinningur“ í opinberum inngripum er sjaldnast mældur með markaðslegum aðferðum – heldur skilgreindur af stjórnmálafólki og embættismönnum sem sitja ekki undir afleiðingum ákvarðana sinna. Á frjálsum markaði er hagnaður ekki tilviljunarkenndur eða handahófskennd umbun. Hann er merki um að verðmæti hafi verið sköpuð – að einhver hafi veitt öðrum eitthvað sem var nægilega gagnlegt til að fólk væri tilbúið til að greiða fyrir það af fúsum og frjálsum vilja. Það er mælikvarði á gagnkvæman ávinning og ábyrgð. Þegar ríkið „hagnast“ eða ráðstafar fjármagni, þá er það ekki afleiðing frjálsra viðskipta. Það tekur fjármuni með valdboði – og kallar það réttlæti. Það sem virðist hagnaður hjá einum er þá einfaldlega tap annars. Þetta er ekki verðmætasköpun heldur tilfærsla, og sá munur skiptir öllu. Verðmætasköpun á sér stað þegar eitthvað nýtt og gagnlegt verður til — þegar einstaklingur býr til vöru eða þjónustu sem aðrir meta og eru fúsir að greiða fyrir. Tilfærsla á sér stað þegar fjármunir eru einfaldlega teknir frá einum og færðir til annars. Það býr til engin ný verðmæti – aðeins breytir því hver heldur á þeim. Í ljósi þess verður að spyrja: Er rétt að verja hundruðum milljóna í styrki sem enda í höndum þeirra sem hafa þegar tækin og tækifærin? Er rétt að kalla það samfélagslega ábyrgð að taka skattfé almennings og færa til velstæðra rafbílaeigenda og hjólakaupenda? Kannski ættum við að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að treysta meira á einstaklinginn – á dómgreind hans, hvata og ábyrgar ákvarðanir í frjálsu samhengi. Og minna á yfirvald sem telur sig vita best hvernig aðrir eiga að lifa sínu lífi. Það sem sést eru fyrirætlanir – styrkir og loforð. Það sem ekki sést eru afleiðingarnar – verðmæti sem aldrei urðu til. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Í dag er aftur og aftur kallað eftir ríkisaðgerðum til að stuðla að breytingum. Hvort sem það eru orkuskipti, sjálfbærni eða bætt lífsgæði, þá virðist lausnin ávallt vera sú sama: styrkir, niðurgreiðslur og inngrip að hálfu ríkisins. Það sem sést eru góðar fyrirætlanir, ráðherrar með áætlanir, og borgarar sem fá nýtt hjól eða nýjan rafbíl á afslætti. En hvað er það sem ekki sést? Í nýlegum fréttum má sjá hvernig 1,4 milljarðar hafa runnið úr Orkusjóði til rafbílakaupa. Í skýrslum ráðuneytisins kemur fram að nær helmingur styrkjanna hafi runnið til tveggja tekjuhæstu tíundanna, og tekjuhæsti hópurinn fékk einn og sér tæpan þriðjung heildarstyrkjanna. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfjármunum, safnað með halla og sköttum frá öllum þjóðfélagshópum, var beint til þeirra sem síst þurftu á því að halda til að fjármagna neyslu einkabíls. Nýjasta útspilið er styrkir til kaupa á nytjahjólum — allt að 200.000 krónur eða þriðjungur af kaupverði. Þeir sem hafa efni á því að kaupa sér nýtt nytjahjól fá þannig niðurgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum. En hver borgar fyrir það? Er það sá sem býr í dreifbýli og hefur takmörkuð not af hjóli í daglegum erindum? Eða einstaklingur sem þarf að forgangsraða milli matar, lyfja og húsaleigu? Það sem sést er sá sem fær styrk. Það sem ekki sést er sá sem borgar. Þessir styrkir eru ekki fjármagnaðir með sparnaði, heldur með ríkisútgjöldum — annað hvort með beinum sköttum í dag eða skuldum sem verða að sköttum framtíðarinnar, oft í formi verðbólgu sem smám saman étur upp kaupmátt allra. Þetta eru peningar sem hefðu annars getað farið í frjálsa neyslu, sparnað, fjárfestingar eða einfaldlega verið skilin eftir í vösum borgara. Við sjáum rafbíl eða hjól — en ekki verðmætasköpunina sem átti sér ekki stað vegna þess að fjármagninu var beint annað, í pólitískum tilgangi. Ríkið fjárfestir ekki með eigin peningum – því ríkið á enga peninga. Allt sem það hefur, hefur það tekið frá öðrum. Það gerir það án þess að þurfa að sýna fram á arðsemi eða mæta raunverulegri eftirspurn almennings, heldur eftir pólitískum forgangsröðunum sem sveiflast með hentugleika milli kjörtímabila. Ef það væri einfaldlega þannig að öll útgjöld ríkisins skiluðu samfélaginu hreinum ábata, væri nærtækast að ríkisvæða allt. En slíkt fyrirkomulag útrýmir einkaeign og persónulegri ábyrgð – og þar með þeim hvötum sem knýja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta auðlindir skynsamlega, þróa betri lausnir og þjóna raunverulegri eftirspurn annarra. Það sem kallað er „samfélagslegur ávinningur“ í opinberum inngripum er sjaldnast mældur með markaðslegum aðferðum – heldur skilgreindur af stjórnmálafólki og embættismönnum sem sitja ekki undir afleiðingum ákvarðana sinna. Á frjálsum markaði er hagnaður ekki tilviljunarkenndur eða handahófskennd umbun. Hann er merki um að verðmæti hafi verið sköpuð – að einhver hafi veitt öðrum eitthvað sem var nægilega gagnlegt til að fólk væri tilbúið til að greiða fyrir það af fúsum og frjálsum vilja. Það er mælikvarði á gagnkvæman ávinning og ábyrgð. Þegar ríkið „hagnast“ eða ráðstafar fjármagni, þá er það ekki afleiðing frjálsra viðskipta. Það tekur fjármuni með valdboði – og kallar það réttlæti. Það sem virðist hagnaður hjá einum er þá einfaldlega tap annars. Þetta er ekki verðmætasköpun heldur tilfærsla, og sá munur skiptir öllu. Verðmætasköpun á sér stað þegar eitthvað nýtt og gagnlegt verður til — þegar einstaklingur býr til vöru eða þjónustu sem aðrir meta og eru fúsir að greiða fyrir. Tilfærsla á sér stað þegar fjármunir eru einfaldlega teknir frá einum og færðir til annars. Það býr til engin ný verðmæti – aðeins breytir því hver heldur á þeim. Í ljósi þess verður að spyrja: Er rétt að verja hundruðum milljóna í styrki sem enda í höndum þeirra sem hafa þegar tækin og tækifærin? Er rétt að kalla það samfélagslega ábyrgð að taka skattfé almennings og færa til velstæðra rafbílaeigenda og hjólakaupenda? Kannski ættum við að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að treysta meira á einstaklinginn – á dómgreind hans, hvata og ábyrgar ákvarðanir í frjálsu samhengi. Og minna á yfirvald sem telur sig vita best hvernig aðrir eiga að lifa sínu lífi. Það sem sést eru fyrirætlanir – styrkir og loforð. Það sem ekki sést eru afleiðingarnar – verðmæti sem aldrei urðu til. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun