KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar 12. apríl 2025 19:00 Stundum á maður varla orð. Ung kona með víðtæka og góða reynslu í kvennaboltanum. Þrátt fyrir ungan aldur þá er hún hokin af reynslu, bæði sem iðkandi og ekki síður sem sjálfboðaliði árum saman. Hún hefur gengið í öll þau fjölmörgu verk sem þarf að inna af hendi í kringum kvennaboltann til þess að allt gangi upp. Leggur svo sannarlega sitt af mörkum. Hún gjör þekkir málefnið og veiti sem er að það er margt sem má bæta. Hún fer í það metnaðarfullar verk að skrifa handbók „Fjölgum áhorfendum – Upplifunarbók“ sem snýst um það hvernig má fjölga áhorfendum í kvennaboltanum. Bók sem byggist ekki bara á reynslu höfundar heldur er hér á ferðinni handbók sem stenst bæði fag- og fræðileg viðmið. Markmið handbókarinnar er að stuðla að aukinni þátttöku og bættu umhverfi á knattspyrnuleikjum kvenna og þar með að fjölga áhorfendum. Með því að efla upplifun áhorfenda er vonast til að skapa meiri stemningu og áhuga á kvennaknattspyrnu á hérlendis. Handbókin er hagnýtur leiðarvísir fyrir íþróttafélög, skipuleggjendur og aðra hagsmunaaðila sem vilja bæta upplifun áhorfenda á leikjum og auka sýnileika kvennafótbolta. Handbókin byggist á fræðilegum bakgrunni og miðar að því að bæta umgjörð leiksins, markaðssetningu og upplifun á vellinum. Í handbókinni er lögð áhersla á að greina og skilgreina þá þætti sem geta haft áhrif á aðsókn, svo sem markaðssetningu, stemningu á leikdegi, tónlist, aðgengi og samfélagstengsl. Sá sem þetta ritar gegndi um margra ára skeið ýmsum störfum innan kvennaboltans hjá FH og mikið hefði þá verið gott að hafa bók af þessu toga við hendina. Mér er tjáð að KSÍ sjái sér ekki fært að styrkja útgáfu á þessari frábæru handbók, eftir Guðbjörgu Ýr Hilmarsdóttur verðandi tómstunda- og félagsmálafræðing, um nokkra 10 þúsund kalla, sem er alveg stór furðulegt. Upphæð sem er bara brota brot af þeirri vinnu og kostnaði sem höfundur hefur lagt á sig og staðið undir. Að grípa ekki tækifærið og stökkva til þegar að svona bók rekur á fjörur KSÍ er ekki boðlegt. Þetta er bók sem öll knattspyrnufélög í landinu ættu að eiga. Ef KSÍ getur ekki styrkt svona verkefni þá er mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins og láta þá þúsund kalla sem þar sparast renna til útgáfunnar á þessari metnaðarfullu handbók og eða sambærilegar verkefna í framtíðinni. KSÍ og kvennaknattspyrnan, þar er svo sannarlega verulegt rými til framfara. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Árni Guðmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum á maður varla orð. Ung kona með víðtæka og góða reynslu í kvennaboltanum. Þrátt fyrir ungan aldur þá er hún hokin af reynslu, bæði sem iðkandi og ekki síður sem sjálfboðaliði árum saman. Hún hefur gengið í öll þau fjölmörgu verk sem þarf að inna af hendi í kringum kvennaboltann til þess að allt gangi upp. Leggur svo sannarlega sitt af mörkum. Hún gjör þekkir málefnið og veiti sem er að það er margt sem má bæta. Hún fer í það metnaðarfullar verk að skrifa handbók „Fjölgum áhorfendum – Upplifunarbók“ sem snýst um það hvernig má fjölga áhorfendum í kvennaboltanum. Bók sem byggist ekki bara á reynslu höfundar heldur er hér á ferðinni handbók sem stenst bæði fag- og fræðileg viðmið. Markmið handbókarinnar er að stuðla að aukinni þátttöku og bættu umhverfi á knattspyrnuleikjum kvenna og þar með að fjölga áhorfendum. Með því að efla upplifun áhorfenda er vonast til að skapa meiri stemningu og áhuga á kvennaknattspyrnu á hérlendis. Handbókin er hagnýtur leiðarvísir fyrir íþróttafélög, skipuleggjendur og aðra hagsmunaaðila sem vilja bæta upplifun áhorfenda á leikjum og auka sýnileika kvennafótbolta. Handbókin byggist á fræðilegum bakgrunni og miðar að því að bæta umgjörð leiksins, markaðssetningu og upplifun á vellinum. Í handbókinni er lögð áhersla á að greina og skilgreina þá þætti sem geta haft áhrif á aðsókn, svo sem markaðssetningu, stemningu á leikdegi, tónlist, aðgengi og samfélagstengsl. Sá sem þetta ritar gegndi um margra ára skeið ýmsum störfum innan kvennaboltans hjá FH og mikið hefði þá verið gott að hafa bók af þessu toga við hendina. Mér er tjáð að KSÍ sjái sér ekki fært að styrkja útgáfu á þessari frábæru handbók, eftir Guðbjörgu Ýr Hilmarsdóttur verðandi tómstunda- og félagsmálafræðing, um nokkra 10 þúsund kalla, sem er alveg stór furðulegt. Upphæð sem er bara brota brot af þeirri vinnu og kostnaði sem höfundur hefur lagt á sig og staðið undir. Að grípa ekki tækifærið og stökkva til þegar að svona bók rekur á fjörur KSÍ er ekki boðlegt. Þetta er bók sem öll knattspyrnufélög í landinu ættu að eiga. Ef KSÍ getur ekki styrkt svona verkefni þá er mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins og láta þá þúsund kalla sem þar sparast renna til útgáfunnar á þessari metnaðarfullu handbók og eða sambærilegar verkefna í framtíðinni. KSÍ og kvennaknattspyrnan, þar er svo sannarlega verulegt rými til framfara. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar