„Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 11:31 Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun