Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. apríl 2025 08:25 Xi Jingping hefur nú hvatt Evrópusambandið til þess að snúa bökum saman við Kínverja í baráttunni við tolla Trumps. AP/Alexey Maishev Kínverjar hafa nú brugðist við ofurtollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta með því að setja 125 prósenta innflutningstoll á bandarískar vörur. Þar með jafna þeir síðustu tollahækkun Trumps, sem ítrekað hefur bætt í hótanir sínar í garð Kína. Raunar hafa Kínverjar enn ekki jafnað að fullu, því bandarísk stjórnvöld ítrekuðu í gærkvöldi að svokallaður fentanýl-tollur sem settur var á fyrir mörgum vikum á ákveðna kínverskar vörur væri enn í gildi. Því eru tollar á kínverskar vörur allt að 145 prósentum í Bandaríkjunum. Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna. Í morgun barst síðan ákall frá Xi Jinping forseta Kína þar sem hann hvatti Evrópusambandið til þess að taka höndum saman við Kínverja í baráttunni við tollahækkanir Trumps. Kína Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. 11. apríl 2025 07:15 Bandaríkin muni semja Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. 10. apríl 2025 20:00 Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna. 10. apríl 2025 17:36 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þar með jafna þeir síðustu tollahækkun Trumps, sem ítrekað hefur bætt í hótanir sínar í garð Kína. Raunar hafa Kínverjar enn ekki jafnað að fullu, því bandarísk stjórnvöld ítrekuðu í gærkvöldi að svokallaður fentanýl-tollur sem settur var á fyrir mörgum vikum á ákveðna kínverskar vörur væri enn í gildi. Því eru tollar á kínverskar vörur allt að 145 prósentum í Bandaríkjunum. Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna. Í morgun barst síðan ákall frá Xi Jinping forseta Kína þar sem hann hvatti Evrópusambandið til þess að taka höndum saman við Kínverja í baráttunni við tollahækkanir Trumps.
Kína Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. 11. apríl 2025 07:15 Bandaríkin muni semja Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. 10. apríl 2025 20:00 Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna. 10. apríl 2025 17:36 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. 11. apríl 2025 07:15
Bandaríkin muni semja Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. 10. apríl 2025 20:00
Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna. 10. apríl 2025 17:36