Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2025 12:32 Rory McIlroy fagnar hér með dóttur sinni, Poppy, á Augusta í gær. vísir/getty Fyrsta risamót ársins, Masters, hefst á Augusta golfvellinum í kvöld. Biðinni er loksins lokið. Það verður klárlega hart barist um græna jakkann í ár. „Það eru allir að bíða eftir að Rory McIlroy klári alslemmuna. Svo er ekki hægt að taka Scottie Scheffler út úr dæminu,“ segir Ingi Rúnar Gíslason golfsérfræðingur við íþróttadeild. Hann er líka spenntur að sjá hvað hans uppáhaldskylfingur, Ludvig Åberg, gerir í ár eftir að hafa lent í öðru sæti fyrir ári síðan. „Hann er nýlegur á mótaröðinni en líkar vel á vellinum eins og við sáum í fyrra. Ég held að hann eigi eftir að láta til sín taka.“ Það þykir líka boða gott að vinna síðasta mót fyrir Masters. Það er einnig sterkt að vera örvhentur á Masters. „Örvhentum gengur oft vel á þessum velli og því gæti Brian Harman komið á óvart líka.“ Veðurspáin er góð fyrir helgina og því er ólíklegt að veðrið trufli mótið að þessu sinni. Allir ættu því að geta spilað sitt besta golf. Mótið er sýnt á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending í kvöld klukkan 19.00. Golf Masters-mótið Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Það eru allir að bíða eftir að Rory McIlroy klári alslemmuna. Svo er ekki hægt að taka Scottie Scheffler út úr dæminu,“ segir Ingi Rúnar Gíslason golfsérfræðingur við íþróttadeild. Hann er líka spenntur að sjá hvað hans uppáhaldskylfingur, Ludvig Åberg, gerir í ár eftir að hafa lent í öðru sæti fyrir ári síðan. „Hann er nýlegur á mótaröðinni en líkar vel á vellinum eins og við sáum í fyrra. Ég held að hann eigi eftir að láta til sín taka.“ Það þykir líka boða gott að vinna síðasta mót fyrir Masters. Það er einnig sterkt að vera örvhentur á Masters. „Örvhentum gengur oft vel á þessum velli og því gæti Brian Harman komið á óvart líka.“ Veðurspáin er góð fyrir helgina og því er ólíklegt að veðrið trufli mótið að þessu sinni. Allir ættu því að geta spilað sitt besta golf. Mótið er sýnt á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending í kvöld klukkan 19.00.
Golf Masters-mótið Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira