Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. apríl 2025 11:45 Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun