Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. apríl 2025 06:00 Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun