Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun