Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun