Trump-tollar tóku gildi í nótt Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 9. apríl 2025 07:12 Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um 104 prósenta tolla á tiltekanr vörur frá Kína. EPA Refsitollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hann setti á um sextíu ríki sem hann vill meina að hafi misnotað aðstöðu sína í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum í áraraðir tóku gildi í nótt. Þetta eru tollarnir sem koma aukalega ofan á tíu prósenta tollinn sem settur er á innflutning frá öllum öðrum ríkjum, þar á meðal Íslandi. Sú breyting tók gildi um síðustu helgi. Vörur frá Kína verða langverst úti, en Trump fyrirskipaði 104 prósenta toll á kínverskar vörur í refsiskyni eftir að Kínverjar settu sjálfir aukatolla á bandarískar vörur. Kínverjar eru stærsti útflytjandi heims og magn vöru sem flæðir þaðan til Bandaríkjanna er gríðarlegt. Asíulönd koma verst út úr tollahækkun Trumps sem sást á mörkuðum þar í nótt þar sem hlutabréfaverði lækkaði víðast hvar. Auk Kína fá vörur frá Kambódíu tæplega fimmtíu prósenta toll og vörur frá Víetnam fá á sig 46 prósenta innflutningstoll. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki láta framleiða fyrir sig í þessum löndum og því má búast við að hækkanir verði á vörum frá risafyrirtækjum á borð við Apple og Nike. Einhver bið verður þó á þessum hækkunum, því nýju tollarnir verða ekki settir á vöru sem þegar var lögð af stað frá framleiðslulandinu í nótt. Bandaríkin Kína Kambódía Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þetta eru tollarnir sem koma aukalega ofan á tíu prósenta tollinn sem settur er á innflutning frá öllum öðrum ríkjum, þar á meðal Íslandi. Sú breyting tók gildi um síðustu helgi. Vörur frá Kína verða langverst úti, en Trump fyrirskipaði 104 prósenta toll á kínverskar vörur í refsiskyni eftir að Kínverjar settu sjálfir aukatolla á bandarískar vörur. Kínverjar eru stærsti útflytjandi heims og magn vöru sem flæðir þaðan til Bandaríkjanna er gríðarlegt. Asíulönd koma verst út úr tollahækkun Trumps sem sást á mörkuðum þar í nótt þar sem hlutabréfaverði lækkaði víðast hvar. Auk Kína fá vörur frá Kambódíu tæplega fimmtíu prósenta toll og vörur frá Víetnam fá á sig 46 prósenta innflutningstoll. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki láta framleiða fyrir sig í þessum löndum og því má búast við að hækkanir verði á vörum frá risafyrirtækjum á borð við Apple og Nike. Einhver bið verður þó á þessum hækkunum, því nýju tollarnir verða ekki settir á vöru sem þegar var lögð af stað frá framleiðslulandinu í nótt.
Bandaríkin Kína Kambódía Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira