„Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Kári Mímisson skrifar 8. apríl 2025 22:00 Emil Barja, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét Það var létt yfir Emil Barja, þjálfara Hauka eftir sigur liðsins gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Haukakonur sigruðu deildina en voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Grindavík. „Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Mér fannst þetta vera lang besti leikurinn hjá Grindavík í þessu einvígi. Mér fannst við reyndar líka góðar enda var þetta bara hörku leikur. Þær voru að hitta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er bara ótrúlega ánægður að klára þetta,“ sagði léttur Emil strax að leik loknum. Spurður að því hver helsti munurinn á liðunum væri segir Emil að fráköstin hafi falli meira með liðinu í dag. „Frákasta baráttan aðallega. Ég held að við höfum allavega unnið hana í dag, það sást allavega ekki að við værum að tapa henni. Það var samt meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum sem skilaði þessum sigri fyrir okkur í dag.“ Þegar rúmlega sex sekúndur voru eftir af leiknum héldu Grindvíkingar í sókn og freistuðu þess að jafna leikinn. Daisha Bradford fékk tækifærið til að jafna og knýja framlengingu en skot hennar fór ekki niður og Haukar komnir á blað í þessu einvígi. „Já, sérstaklega miða við það hvernig leikurinn var búinn að þróast. Mér fannst við vera komnar með þetta þegar við komumst tíu stigum yfir um miðjan fjórða fjórðung. Daisha setur svo þarna tvo þrista á stuttum tíma og við það myndast smá hræðsla í liðinu sem gerir það að verkum að þær fá í raun tækifæri til að klára þetta. Ég veit ekki almennilega hvað maður getur gert annað en að reyna að hvetja þær áfram. Ég tók leikhlé til að reyna að róa þær aðeins því það var komið smá „panic“ í liðið. Það eina sem ég gat reynt var að róa þær og láta þær spila sinn leik.“ Spurður hvort hann reikni með að breyta einhverju fyrir næstu viðureign liðanna segist Emil bara ætla að byrja á því að skoða þennan leik. „Ég ætla að byrja á því að skoða þennan leik. Það er var margt gott í þessu en svo eru alltaf nokkrir hlutir sem hægt er að laga og bæta.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Mér fannst þetta vera lang besti leikurinn hjá Grindavík í þessu einvígi. Mér fannst við reyndar líka góðar enda var þetta bara hörku leikur. Þær voru að hitta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er bara ótrúlega ánægður að klára þetta,“ sagði léttur Emil strax að leik loknum. Spurður að því hver helsti munurinn á liðunum væri segir Emil að fráköstin hafi falli meira með liðinu í dag. „Frákasta baráttan aðallega. Ég held að við höfum allavega unnið hana í dag, það sást allavega ekki að við værum að tapa henni. Það var samt meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum sem skilaði þessum sigri fyrir okkur í dag.“ Þegar rúmlega sex sekúndur voru eftir af leiknum héldu Grindvíkingar í sókn og freistuðu þess að jafna leikinn. Daisha Bradford fékk tækifærið til að jafna og knýja framlengingu en skot hennar fór ekki niður og Haukar komnir á blað í þessu einvígi. „Já, sérstaklega miða við það hvernig leikurinn var búinn að þróast. Mér fannst við vera komnar með þetta þegar við komumst tíu stigum yfir um miðjan fjórða fjórðung. Daisha setur svo þarna tvo þrista á stuttum tíma og við það myndast smá hræðsla í liðinu sem gerir það að verkum að þær fá í raun tækifæri til að klára þetta. Ég veit ekki almennilega hvað maður getur gert annað en að reyna að hvetja þær áfram. Ég tók leikhlé til að reyna að róa þær aðeins því það var komið smá „panic“ í liðið. Það eina sem ég gat reynt var að róa þær og láta þær spila sinn leik.“ Spurður hvort hann reikni með að breyta einhverju fyrir næstu viðureign liðanna segist Emil bara ætla að byrja á því að skoða þennan leik. „Ég ætla að byrja á því að skoða þennan leik. Það er var margt gott í þessu en svo eru alltaf nokkrir hlutir sem hægt er að laga og bæta.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira