Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar 8. apríl 2025 12:32 Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaathvarfið Kynferðisofbeldi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar