Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar 8. apríl 2025 12:32 Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaathvarfið Kynferðisofbeldi Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun