Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 08:33 „Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
„Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar