„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:33 Rúnar Ingi fer yfir málin með aðstoðarþjálfaranum Loga Gunnarssyni. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gerir sér grein fyrir að hann og hans menn eru komnir með bakið upp við vegg eftir ellefu stiga tap gegn Álftanesi í kvöld. „Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
„Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira