„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:15 Kjartan Atli Kjartansson greinir stöðuna í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að góð vörn sinna manna hafi skilað liðinu sigri gegn Njarðvíkingum í kvöld. Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira
Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira