Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar 7. apríl 2025 14:31 Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hóf samtal sitt við fólkið í landinu fyrir hálfum mánuði síðan með því að fara til fundar við fólkið. Í þessari fyrstu ferð okkar hittum við fólk hér á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Óhætt er að segja að þetta sé eitt af því skemmtilegasta sem við stjórnmálamenn gerum, að fara um landið og hitta fólk á sínum heimavelli, upplifa hjartsláttinn og kynnast þeim verkefnum sem fólk er að sinna af metnaði. Metnaði um að gera samfélagið sitt betra og byggja sér og fjölskyldu sinni góð lífskjör til aukinnar velsældar. Þingflokkurinn allur hefur fimm sinnum farið í hringferð um landið og skilaboðin frá landsbyggðinni sem við höfum fengið eru ávallt mjög skýr; tryggið okkur öfluga grunninnviði og látið okkur svo í friði á meðan við sköpum verðmæti fyrir land og þjóð. Vanalega er vorið fallegur tími þar sem sólin hækkar á lofti, líf kviknar í náttúrunni og létta tekur yfir landanum. Sú var ekki raunin að þessu sinni. Það var þungt yfir fólkinu enda vorum við að ferðast í sömu viku og veiðigjaldið var kynnt. Heilu samfélögin höfðu miklar áhyggjur af þeim álögum sem ríkisstjórnin er að leggja á landsbyggðirnar þar sem verðmætasköpunin fer fram í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Allar slíkar álögur draga úr styrk fyrirtækjanna til að fjárfesta í nýsköpun í heimabyggð og uppbyggingu innviða fyrirtækjanna sem skapa festu og umsvif í sínum samfélögum og gerir þeim kleift að halda fólki í vinnu. Álögur sem gera allan rekstur erfiðari til þess eins að getað barið sér á brjóst fyrir að sækja fjármuni til atvinnulífsins og vera góði aðilinn sem deildi fjármununum aftur út til fólksins. Staðan er samt sú, að fólkið í raunhagkerfinu skilur að svona virkar þetta ekki. Þau bæði vita og finna strax fyrir því á eigin skinni að bara yfirlýsingarnar um hærri veiðigjöld, aukna innheimtu í ferðaþjónustu og hækkandi flutningskostnaðar með kílómetragjaldi hafa áhrif. Fyrirtækin fara strax að halda að sér höndum með því að draga úr kostnaði í stað þess að fjárfesta einni krónu til að búa til tíu krónur. Þessar sögur heyrðum við á ferð okkar um landið. Ungur bóndasonur sem fjárfesti í málmsmiðju eftir háskólanám til að þróa sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi hefur nú verið stopp í nokkrar vikur. Bæjarfulltrúi sem kom að því að endurreisa iðnfyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir sjávarútveginn horfir á öll verkefnin í bið þangað til ákvörðun stjórnvalda liggur fyrir. Svo var það gamla konan sem ólst upp í sjávarþorpinu og þekkir muninn á byggðinni sinni með sjávarútvegi sem er rekinn með tapi og sjávarútvegi sem rekinn er með afgangi. Prófessor stóð upp á einum fundinum og sagði þetta hafa mest áhrif á fiskvinnslustörf sem er ein öflugasta kvennastétt landsins og svo kvað kona sér hljóðs í Borganesi og sagði að nú væri búið að efna til stríðs við landsbyggðina. Skilaboðin voru því enn og aftur skýr, látið okkur í friði og við sjáum um að skapa hér verðmæti og byggja upp byggðirnar. Þannig verða til verðmæti sem skila sér til allra landsmanna í bættum lífskjörum og öflugri innviðum. Blómleg byggð sem aflar verðmæta fyrir þjóð sína verður ekki reist með því að gera atvinnulífið að vonda manninum og hindra það í störfum sínum við að afla þessara verðmæta. Verðmæta sem tryggja að við getum haldið hér áfram að gera Ísland að besta stað í heimi til að búa og starfa í. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast með byggðunum til velsældar. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hóf samtal sitt við fólkið í landinu fyrir hálfum mánuði síðan með því að fara til fundar við fólkið. Í þessari fyrstu ferð okkar hittum við fólk hér á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Óhætt er að segja að þetta sé eitt af því skemmtilegasta sem við stjórnmálamenn gerum, að fara um landið og hitta fólk á sínum heimavelli, upplifa hjartsláttinn og kynnast þeim verkefnum sem fólk er að sinna af metnaði. Metnaði um að gera samfélagið sitt betra og byggja sér og fjölskyldu sinni góð lífskjör til aukinnar velsældar. Þingflokkurinn allur hefur fimm sinnum farið í hringferð um landið og skilaboðin frá landsbyggðinni sem við höfum fengið eru ávallt mjög skýr; tryggið okkur öfluga grunninnviði og látið okkur svo í friði á meðan við sköpum verðmæti fyrir land og þjóð. Vanalega er vorið fallegur tími þar sem sólin hækkar á lofti, líf kviknar í náttúrunni og létta tekur yfir landanum. Sú var ekki raunin að þessu sinni. Það var þungt yfir fólkinu enda vorum við að ferðast í sömu viku og veiðigjaldið var kynnt. Heilu samfélögin höfðu miklar áhyggjur af þeim álögum sem ríkisstjórnin er að leggja á landsbyggðirnar þar sem verðmætasköpunin fer fram í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Allar slíkar álögur draga úr styrk fyrirtækjanna til að fjárfesta í nýsköpun í heimabyggð og uppbyggingu innviða fyrirtækjanna sem skapa festu og umsvif í sínum samfélögum og gerir þeim kleift að halda fólki í vinnu. Álögur sem gera allan rekstur erfiðari til þess eins að getað barið sér á brjóst fyrir að sækja fjármuni til atvinnulífsins og vera góði aðilinn sem deildi fjármununum aftur út til fólksins. Staðan er samt sú, að fólkið í raunhagkerfinu skilur að svona virkar þetta ekki. Þau bæði vita og finna strax fyrir því á eigin skinni að bara yfirlýsingarnar um hærri veiðigjöld, aukna innheimtu í ferðaþjónustu og hækkandi flutningskostnaðar með kílómetragjaldi hafa áhrif. Fyrirtækin fara strax að halda að sér höndum með því að draga úr kostnaði í stað þess að fjárfesta einni krónu til að búa til tíu krónur. Þessar sögur heyrðum við á ferð okkar um landið. Ungur bóndasonur sem fjárfesti í málmsmiðju eftir háskólanám til að þróa sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi hefur nú verið stopp í nokkrar vikur. Bæjarfulltrúi sem kom að því að endurreisa iðnfyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir sjávarútveginn horfir á öll verkefnin í bið þangað til ákvörðun stjórnvalda liggur fyrir. Svo var það gamla konan sem ólst upp í sjávarþorpinu og þekkir muninn á byggðinni sinni með sjávarútvegi sem er rekinn með tapi og sjávarútvegi sem rekinn er með afgangi. Prófessor stóð upp á einum fundinum og sagði þetta hafa mest áhrif á fiskvinnslustörf sem er ein öflugasta kvennastétt landsins og svo kvað kona sér hljóðs í Borganesi og sagði að nú væri búið að efna til stríðs við landsbyggðina. Skilaboðin voru því enn og aftur skýr, látið okkur í friði og við sjáum um að skapa hér verðmæti og byggja upp byggðirnar. Þannig verða til verðmæti sem skila sér til allra landsmanna í bættum lífskjörum og öflugri innviðum. Blómleg byggð sem aflar verðmæta fyrir þjóð sína verður ekki reist með því að gera atvinnulífið að vonda manninum og hindra það í störfum sínum við að afla þessara verðmæta. Verðmæta sem tryggja að við getum haldið hér áfram að gera Ísland að besta stað í heimi til að búa og starfa í. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast með byggðunum til velsældar. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun