Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 6. apríl 2025 21:03 Það er sorglegt en samt staðreynd að þörf er á Kvennaathvarfi og við verðum að tryggja að slíkt úrræði sé til staðar fyrir konur og börn sem flýja heimili sín. Um leið verðum við að segja komið gott af ofbeldi í garð kvenna. Sem betur fer fara margir karlmenn í gegn um lífið án þess að níðast á konum og beita þær ofbeldi, en þeir sem það gera koma því miður oft óorði á hópinn í heild. Hvernig væri að þið friðelskandi og kærleiksríku bræður okkar hoppið á vagninn með okkur og fordæmið ofbeldishegðun kynbræðra ykkar, hátt og snjallt svo eftir verði tekið? Þið viljið vafalítið flestir að mæður ykkar, systur og dætur fari í gegn um lífið óhræddar við að þær verði fyrir ofbeldi á skemmtistöðum, inni á eigin heimili þeirra eða í skjóli næsta skugga. Að þær séu smánaðar á líkama og sál vegna þess að karlmaðurinn í þeirra lífi eða sá sem þær rákust á ræður ekki við eigin hegðun og leitar sér ekki hjálpar. Við öll sem höfum rödd verðum að láta í okkur heyra og til okkar taka. Vera bandamenn, minna á, tala og hegða okkur á þann hátt að það sé skýrt að ofbeldi er ekki liðið, að ekki sé hlegið að ofbeldi eða það notað í gríni og þannig gert lítið úr því. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það á aldrei að líða, fegra eða réttlæta á neinn hátt. Kennum börnum strax að ofbeldi sé aldrei leiðin heldur samtalið og samkenndin. Fræðum og ræðum um birtingarmyndir ofbeldis því það er ekki einungis í hnefa heldur einnig í hnjóði, í þögninni sem fylgir fýlu sem og fúkyrðum um femínisma. Að forréttindafólk og kjörnir fulltrúar fái skýr skilaboð um að kvenréttindi séu einfaldlega mannréttindi. Að við eigum að geta klætt okkur eins og okkur líður best, að við þurfum ekki að halda hönd yfir glasið innan um fólk, ganga milli staða með lyklana í hnefanum eða kvíða því að fara heim úr vinnunni, því heima séum við staddar í helvíti en samt ekki dauðar, ennþá. Trúum þeim sem segja frá ofbeldi, kennum þeim ekki um og gerum ekki lítið úr sögum þeirra eða upplifun. Strákar, berjist með okkur gegn eitraðri karlmennsku með þeirri kærleiksríku. Látið í ykkur heyra og fordæmið þá sem leyfa sér í skjóli feðraveldis að níða og meiða. Verið bræður okkar í baráttunni! Að því rituðu hvet ég öll til að leggja þjóðarátaki um nýtt Kvennaathvarf lið. Söfnunarnúmerin verða opin til 8. apríl og því er enn hægt að styrkja þarft verkefni. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennaathvarfið Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt en samt staðreynd að þörf er á Kvennaathvarfi og við verðum að tryggja að slíkt úrræði sé til staðar fyrir konur og börn sem flýja heimili sín. Um leið verðum við að segja komið gott af ofbeldi í garð kvenna. Sem betur fer fara margir karlmenn í gegn um lífið án þess að níðast á konum og beita þær ofbeldi, en þeir sem það gera koma því miður oft óorði á hópinn í heild. Hvernig væri að þið friðelskandi og kærleiksríku bræður okkar hoppið á vagninn með okkur og fordæmið ofbeldishegðun kynbræðra ykkar, hátt og snjallt svo eftir verði tekið? Þið viljið vafalítið flestir að mæður ykkar, systur og dætur fari í gegn um lífið óhræddar við að þær verði fyrir ofbeldi á skemmtistöðum, inni á eigin heimili þeirra eða í skjóli næsta skugga. Að þær séu smánaðar á líkama og sál vegna þess að karlmaðurinn í þeirra lífi eða sá sem þær rákust á ræður ekki við eigin hegðun og leitar sér ekki hjálpar. Við öll sem höfum rödd verðum að láta í okkur heyra og til okkar taka. Vera bandamenn, minna á, tala og hegða okkur á þann hátt að það sé skýrt að ofbeldi er ekki liðið, að ekki sé hlegið að ofbeldi eða það notað í gríni og þannig gert lítið úr því. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það á aldrei að líða, fegra eða réttlæta á neinn hátt. Kennum börnum strax að ofbeldi sé aldrei leiðin heldur samtalið og samkenndin. Fræðum og ræðum um birtingarmyndir ofbeldis því það er ekki einungis í hnefa heldur einnig í hnjóði, í þögninni sem fylgir fýlu sem og fúkyrðum um femínisma. Að forréttindafólk og kjörnir fulltrúar fái skýr skilaboð um að kvenréttindi séu einfaldlega mannréttindi. Að við eigum að geta klætt okkur eins og okkur líður best, að við þurfum ekki að halda hönd yfir glasið innan um fólk, ganga milli staða með lyklana í hnefanum eða kvíða því að fara heim úr vinnunni, því heima séum við staddar í helvíti en samt ekki dauðar, ennþá. Trúum þeim sem segja frá ofbeldi, kennum þeim ekki um og gerum ekki lítið úr sögum þeirra eða upplifun. Strákar, berjist með okkur gegn eitraðri karlmennsku með þeirri kærleiksríku. Látið í ykkur heyra og fordæmið þá sem leyfa sér í skjóli feðraveldis að níða og meiða. Verið bræður okkar í baráttunni! Að því rituðu hvet ég öll til að leggja þjóðarátaki um nýtt Kvennaathvarf lið. Söfnunarnúmerin verða opin til 8. apríl og því er enn hægt að styrkja þarft verkefni. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar