Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon og Margrét Manda Jónsdóttir skrifa 5. apríl 2025 10:32 Það var fagnaðarefni fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa þyrluflug og einkaþotur frá Reykjavíkurflugvelli og að ríkið skyldi hvatt til að standa við samninga um brottflutning einka og kennsluflugs frá vellinum. Íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári þar sem ónæðið og mengunin sem hefur hlotist af stjórnlausu þyrlu og einkaflugi hefur keyrt um þverbak undanfarin ár. Íbúar á fjölmennasta svæði landsins hafa þurft að súpa seyðið af pólitískum átökum um staðsetningu vallarins og tími er til kominn að því linni. Krafa Hljóðmarkar hefur frá upphafi verið málefnaleg og í takti við tillögu Viðreisnar. Að á meðan íslensk þjóð hafi ekki bolmagn í að byggja varaflugvöll sem stenst nútímakröfur um mengun og öryggi eigi einungis landhelgisgæslan, sjúkraflug og áætlunarflug innanlands að fara um völlinn. Þessi krafa samræmist fyllilega kröfum íbúa á landsbyggðinni um aðgengi að nútíma heilbrigðisþjónustu á meðan þjóðin hefur ekki bolmagn til að sinna henni víðar en í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem hafa barist harðast fyrir veru vallarins í Vatnsmýrinni hafa réttilega bent á að íbúar á landsbyggðinni verða að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þeir ættu því að fagna því að öryggi allra íbúa landsins eykst til muna við að færa þyrlur, einkaþotur og kennsluflug frá fjölmennasta svæði landsins. Nema að baráttan um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri snúist í raun og veru um eitthvað annað en öryggi íbúa á landsbyggðinni? Nú kemur það í ljós. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. 14. janúar 2025 07:00 Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. 7. október 2024 10:01 Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. 17. september 2024 13:25 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það var fagnaðarefni fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa þyrluflug og einkaþotur frá Reykjavíkurflugvelli og að ríkið skyldi hvatt til að standa við samninga um brottflutning einka og kennsluflugs frá vellinum. Íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári þar sem ónæðið og mengunin sem hefur hlotist af stjórnlausu þyrlu og einkaflugi hefur keyrt um þverbak undanfarin ár. Íbúar á fjölmennasta svæði landsins hafa þurft að súpa seyðið af pólitískum átökum um staðsetningu vallarins og tími er til kominn að því linni. Krafa Hljóðmarkar hefur frá upphafi verið málefnaleg og í takti við tillögu Viðreisnar. Að á meðan íslensk þjóð hafi ekki bolmagn í að byggja varaflugvöll sem stenst nútímakröfur um mengun og öryggi eigi einungis landhelgisgæslan, sjúkraflug og áætlunarflug innanlands að fara um völlinn. Þessi krafa samræmist fyllilega kröfum íbúa á landsbyggðinni um aðgengi að nútíma heilbrigðisþjónustu á meðan þjóðin hefur ekki bolmagn til að sinna henni víðar en í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem hafa barist harðast fyrir veru vallarins í Vatnsmýrinni hafa réttilega bent á að íbúar á landsbyggðinni verða að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þeir ættu því að fagna því að öryggi allra íbúa landsins eykst til muna við að færa þyrlur, einkaþotur og kennsluflug frá fjölmennasta svæði landsins. Nema að baráttan um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri snúist í raun og veru um eitthvað annað en öryggi íbúa á landsbyggðinni? Nú kemur það í ljós. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk
Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. 14. janúar 2025 07:00
Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. 7. október 2024 10:01
Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. 17. september 2024 13:25
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun