Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon og Margrét Manda Jónsdóttir skrifa 5. apríl 2025 10:32 Það var fagnaðarefni fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa þyrluflug og einkaþotur frá Reykjavíkurflugvelli og að ríkið skyldi hvatt til að standa við samninga um brottflutning einka og kennsluflugs frá vellinum. Íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári þar sem ónæðið og mengunin sem hefur hlotist af stjórnlausu þyrlu og einkaflugi hefur keyrt um þverbak undanfarin ár. Íbúar á fjölmennasta svæði landsins hafa þurft að súpa seyðið af pólitískum átökum um staðsetningu vallarins og tími er til kominn að því linni. Krafa Hljóðmarkar hefur frá upphafi verið málefnaleg og í takti við tillögu Viðreisnar. Að á meðan íslensk þjóð hafi ekki bolmagn í að byggja varaflugvöll sem stenst nútímakröfur um mengun og öryggi eigi einungis landhelgisgæslan, sjúkraflug og áætlunarflug innanlands að fara um völlinn. Þessi krafa samræmist fyllilega kröfum íbúa á landsbyggðinni um aðgengi að nútíma heilbrigðisþjónustu á meðan þjóðin hefur ekki bolmagn til að sinna henni víðar en í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem hafa barist harðast fyrir veru vallarins í Vatnsmýrinni hafa réttilega bent á að íbúar á landsbyggðinni verða að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þeir ættu því að fagna því að öryggi allra íbúa landsins eykst til muna við að færa þyrlur, einkaþotur og kennsluflug frá fjölmennasta svæði landsins. Nema að baráttan um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri snúist í raun og veru um eitthvað annað en öryggi íbúa á landsbyggðinni? Nú kemur það í ljós. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. 14. janúar 2025 07:00 Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. 7. október 2024 10:01 Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. 17. september 2024 13:25 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var fagnaðarefni fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa þyrluflug og einkaþotur frá Reykjavíkurflugvelli og að ríkið skyldi hvatt til að standa við samninga um brottflutning einka og kennsluflugs frá vellinum. Íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári þar sem ónæðið og mengunin sem hefur hlotist af stjórnlausu þyrlu og einkaflugi hefur keyrt um þverbak undanfarin ár. Íbúar á fjölmennasta svæði landsins hafa þurft að súpa seyðið af pólitískum átökum um staðsetningu vallarins og tími er til kominn að því linni. Krafa Hljóðmarkar hefur frá upphafi verið málefnaleg og í takti við tillögu Viðreisnar. Að á meðan íslensk þjóð hafi ekki bolmagn í að byggja varaflugvöll sem stenst nútímakröfur um mengun og öryggi eigi einungis landhelgisgæslan, sjúkraflug og áætlunarflug innanlands að fara um völlinn. Þessi krafa samræmist fyllilega kröfum íbúa á landsbyggðinni um aðgengi að nútíma heilbrigðisþjónustu á meðan þjóðin hefur ekki bolmagn til að sinna henni víðar en í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem hafa barist harðast fyrir veru vallarins í Vatnsmýrinni hafa réttilega bent á að íbúar á landsbyggðinni verða að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þeir ættu því að fagna því að öryggi allra íbúa landsins eykst til muna við að færa þyrlur, einkaþotur og kennsluflug frá fjölmennasta svæði landsins. Nema að baráttan um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri snúist í raun og veru um eitthvað annað en öryggi íbúa á landsbyggðinni? Nú kemur það í ljós. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk
Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. 14. janúar 2025 07:00
Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. 7. október 2024 10:01
Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. 17. september 2024 13:25
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar