Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 5. apríl 2025 07:03 Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun