„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 21:58 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. Tilkynnt var fyrr í kvöld að Bandaríkin hyggist leggja tolla á allan vöruinnflutning til landsins og verður tíu prósenta tollur settur á vörur frá Íslandi. Hlutfallið er mishátt eftir ríkjum og á að jafngilda helmingnum af þeirri tollprósentu sem útflutningsríkið leggur á bandarískar vörur, en er aldrei lægra tíu prósent. Sem dæmi hyggst Bandaríkjastjórn setja 34 prósenta toll á innflutning frá Kína sem er sagt leggja 67 prósent álag á bandarískar vörur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við fréttastofu að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir Íslendinga. „Þetta þýðir að góðu fréttirnar fyrir Ísland er að það er lagður tíu prósent tollur á vörur frá Íslandi á meðan að tollur til dæmis á vörur frá Evrópusambandinu er tuttugu prósent og fimmtán prósent frá Noregi. Við sjáum líka miklu hærri tölur í öðrum löndum.“ Sigurður segir að þó að þetta séu í grunninn slæmar fréttir þá komi þetta hlutfallslega betur við Ísland en mörg önnur ríki. Bandaríkin séu vaxandi markaður fyrir Ísland og útflutningur á vörum þangað verið að aukast. „Þetta er mjög mikilvægur markaður fyrir hugverkaiðnað sem er fjórða stoð útflutnings og gæti orðið verðmætasta stoðin við lok þessa áratugar. Við höfum haft þær áhyggjur að ef aðgangur að Bandaríkjamarkaði yrði ekki eins greiður þá gæti það haft áhrif á vöxt hugverkaiðnaðs.“ „Það er allavega mjög jákvætt að við erum í lægsta mögulega tolli. Eigum við ekki að segja að þetta kemur eins vel við okkur og hægt er,“ bætir Sigurður við. Nú sé horft til Brussel Sigurður segir að ljósið í myrkrinu sé að óvissu hafi nú verið eytt. Hún hafi vofað yfir fyrirtækjum og stjórnvöldum síðustu vikur og mánuði. „Það hefur auðvitað haft mikil áhrif á margt, markaði og annað en núna er allavega búið að segja hvað er í vændum.“ Meginóvissan núna snúi að Evrópusambandinu og hvernig það muni bregðast við ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Samtök iðnaðarins hafa sagt að versta mögulega niðurstaðan fyrir Ísland væri að klemmast á milli og lenda í tollum báðum megin. Sigurður telur þá sviðsmynd þó afar ólíklega. „Ég veit það að íslensk stjórnvöld með utanríkis- og forsætisráðherra í fararbroddi hafa verið ötul í því að tala máli Íslands og gæta okkar hagsmuna þannig að ég er sannfærður um það að þau samtöl muni bera árangur,“ segir Sigurður. Afrakstur þeirrar vinnu komi betur í ljós á næstu dögum þegar leiðtogar Evrópusambandsins tilkynni sínar mótaðgerðir. Sigurður nefnir að Íslendingar flytji fyrst og fremst út iðnaðarvörur, þar á meðal lækningarvörur og tæki, til Bandaríkjanna auk sjávarafurða. Vöruútflutningur til Bandaríkjanna hafi numið um 110 milljörðum á síðasta ári. Megnið að útflutningi til Bandaríkjanna sé í formi þjónustu, þá helst ferðaþjónustu, en þar sem tollar séu lagðir á vörur muni þeir ekki hafa bein áhrif á þá grein. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland. 2. apríl 2025 20:45 Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Tilkynnt var fyrr í kvöld að Bandaríkin hyggist leggja tolla á allan vöruinnflutning til landsins og verður tíu prósenta tollur settur á vörur frá Íslandi. Hlutfallið er mishátt eftir ríkjum og á að jafngilda helmingnum af þeirri tollprósentu sem útflutningsríkið leggur á bandarískar vörur, en er aldrei lægra tíu prósent. Sem dæmi hyggst Bandaríkjastjórn setja 34 prósenta toll á innflutning frá Kína sem er sagt leggja 67 prósent álag á bandarískar vörur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við fréttastofu að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir Íslendinga. „Þetta þýðir að góðu fréttirnar fyrir Ísland er að það er lagður tíu prósent tollur á vörur frá Íslandi á meðan að tollur til dæmis á vörur frá Evrópusambandinu er tuttugu prósent og fimmtán prósent frá Noregi. Við sjáum líka miklu hærri tölur í öðrum löndum.“ Sigurður segir að þó að þetta séu í grunninn slæmar fréttir þá komi þetta hlutfallslega betur við Ísland en mörg önnur ríki. Bandaríkin séu vaxandi markaður fyrir Ísland og útflutningur á vörum þangað verið að aukast. „Þetta er mjög mikilvægur markaður fyrir hugverkaiðnað sem er fjórða stoð útflutnings og gæti orðið verðmætasta stoðin við lok þessa áratugar. Við höfum haft þær áhyggjur að ef aðgangur að Bandaríkjamarkaði yrði ekki eins greiður þá gæti það haft áhrif á vöxt hugverkaiðnaðs.“ „Það er allavega mjög jákvætt að við erum í lægsta mögulega tolli. Eigum við ekki að segja að þetta kemur eins vel við okkur og hægt er,“ bætir Sigurður við. Nú sé horft til Brussel Sigurður segir að ljósið í myrkrinu sé að óvissu hafi nú verið eytt. Hún hafi vofað yfir fyrirtækjum og stjórnvöldum síðustu vikur og mánuði. „Það hefur auðvitað haft mikil áhrif á margt, markaði og annað en núna er allavega búið að segja hvað er í vændum.“ Meginóvissan núna snúi að Evrópusambandinu og hvernig það muni bregðast við ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Samtök iðnaðarins hafa sagt að versta mögulega niðurstaðan fyrir Ísland væri að klemmast á milli og lenda í tollum báðum megin. Sigurður telur þá sviðsmynd þó afar ólíklega. „Ég veit það að íslensk stjórnvöld með utanríkis- og forsætisráðherra í fararbroddi hafa verið ötul í því að tala máli Íslands og gæta okkar hagsmuna þannig að ég er sannfærður um það að þau samtöl muni bera árangur,“ segir Sigurður. Afrakstur þeirrar vinnu komi betur í ljós á næstu dögum þegar leiðtogar Evrópusambandsins tilkynni sínar mótaðgerðir. Sigurður nefnir að Íslendingar flytji fyrst og fremst út iðnaðarvörur, þar á meðal lækningarvörur og tæki, til Bandaríkjanna auk sjávarafurða. Vöruútflutningur til Bandaríkjanna hafi numið um 110 milljörðum á síðasta ári. Megnið að útflutningi til Bandaríkjanna sé í formi þjónustu, þá helst ferðaþjónustu, en þar sem tollar séu lagðir á vörur muni þeir ekki hafa bein áhrif á þá grein. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland. 2. apríl 2025 20:45 Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57
Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland. 2. apríl 2025 20:45