Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2025 15:52 Kári Jónsson hefur verið lykilmaður í sigursælu liði Vals undanfarin ár. vísir/diego Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var. Hann meiddist í leik Vals og Grindavíkur í fyrradag og verður að öllum líkindum frá næstu mánuðina. Kári meiddist í 3. leikhluta í fyrsta leik Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla á miðvikudaginn. Landsliðsmaðurinn var greinilega kvalinn og var borinn af velli. Margir óttuðust hið versta; að krossbandið hefði slitnað. En það hélt að sögn Kára. „Það eru góðar fréttir þannig séð, að krossböndin eru heil og í lagi. En það er alls kyns annað sem er í ólagi; smá bland í poka af öðrum áverkum. Þetta verður eitthvað verkefni en maður slapp við það versta. Þetta eru góðar fréttir í slæmum fréttum,“ sagði Kári við Vísi í dag. Hann segist sjálfur hafa óttast að krossbandið hefði gefið sig og við tæki margra mánaða endurhæfing. „Maður var farinn að hafa áhyggjur af því en sem betur fer héldu krossböndin. En á móti kemur að það er eitthvað brot í beini, sködduð liðbönd og alls konar dóterí; bland í poka,“ sagði Kári sem er ekki alveg viss hversu lengi hann verður frá keppni. En það er einhver tími. „Að öllum líkindum er þetta tímabil búið og þetta verða 2-3 mánuðir sennilega.“ Bjartsýnn fyrir EM Kári er landsliðsmaður og Ísland hefur tryggt sér sæti á EM sem fer fram 27. ágúst til 14. september. Hann kveðst bjartsýnn á að ná mótinu. „Ég er það og það er eitthvað sem ég stefni á; að gera mitt allra, allra besta til að ná mér góðum fyrir það verkefni. Það er virkilega spennandi,“ sagði Kári sem fer í nánari skoðun eftir helgi og þá liggur ljósar fyrir hver staðan er. „Þá fæ ég skýrari mynd á tímalínuna en í fljótu bragði er EM alveg inni í myndinni.“ Eins og að fá högg í magann Kári segist þó vissulega svekktur að geta ekki hjálpað Valsmönnum frekar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur þó fulla trú á samherjum sínum enda er Valsliðið vant því að lenda í áföllum. „Það er virkilega svekkjandi að missa af þessu ævintýri sem var að byrja. Þetta er eins og að fá högg í magann en þetta er lífið. Við förum ekki gegnum neitt án þess að lenda í einhverjum ólgusjó. En menn stíga upp,“ sagði Kári. Valur vann fyrsta leikinn gegn Grindavík með fimm stiga mun, 94-89, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna. Annar leikur Grindavíkur og Vals fer fram í Smáranum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á rás Bónus deildarinnar. Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Kári meiddist í 3. leikhluta í fyrsta leik Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla á miðvikudaginn. Landsliðsmaðurinn var greinilega kvalinn og var borinn af velli. Margir óttuðust hið versta; að krossbandið hefði slitnað. En það hélt að sögn Kára. „Það eru góðar fréttir þannig séð, að krossböndin eru heil og í lagi. En það er alls kyns annað sem er í ólagi; smá bland í poka af öðrum áverkum. Þetta verður eitthvað verkefni en maður slapp við það versta. Þetta eru góðar fréttir í slæmum fréttum,“ sagði Kári við Vísi í dag. Hann segist sjálfur hafa óttast að krossbandið hefði gefið sig og við tæki margra mánaða endurhæfing. „Maður var farinn að hafa áhyggjur af því en sem betur fer héldu krossböndin. En á móti kemur að það er eitthvað brot í beini, sködduð liðbönd og alls konar dóterí; bland í poka,“ sagði Kári sem er ekki alveg viss hversu lengi hann verður frá keppni. En það er einhver tími. „Að öllum líkindum er þetta tímabil búið og þetta verða 2-3 mánuðir sennilega.“ Bjartsýnn fyrir EM Kári er landsliðsmaður og Ísland hefur tryggt sér sæti á EM sem fer fram 27. ágúst til 14. september. Hann kveðst bjartsýnn á að ná mótinu. „Ég er það og það er eitthvað sem ég stefni á; að gera mitt allra, allra besta til að ná mér góðum fyrir það verkefni. Það er virkilega spennandi,“ sagði Kári sem fer í nánari skoðun eftir helgi og þá liggur ljósar fyrir hver staðan er. „Þá fæ ég skýrari mynd á tímalínuna en í fljótu bragði er EM alveg inni í myndinni.“ Eins og að fá högg í magann Kári segist þó vissulega svekktur að geta ekki hjálpað Valsmönnum frekar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur þó fulla trú á samherjum sínum enda er Valsliðið vant því að lenda í áföllum. „Það er virkilega svekkjandi að missa af þessu ævintýri sem var að byrja. Þetta er eins og að fá högg í magann en þetta er lífið. Við förum ekki gegnum neitt án þess að lenda í einhverjum ólgusjó. En menn stíga upp,“ sagði Kári. Valur vann fyrsta leikinn gegn Grindavík með fimm stiga mun, 94-89, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna. Annar leikur Grindavíkur og Vals fer fram í Smáranum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á rás Bónus deildarinnar.
Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira