Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 09:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir erfitt að segja nákvæmlega til um hver áhrif tollahækkanna verði á Ísland. Þær geti þó haft áhrif á komu bandarískra ferðamanna og þannig iðnaðinn í heild sinni. Vísir/Einar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. Donald Trump boðaði stórfelldar tollahækkanir á flest ríki heims á miðvikudag og hefur áhrifanna gætt víða. Markaðir hafa tekið skell og óttast er að afleiðingarnar verði töluverður með tilheyrandi verðbólgu. Ásgeir sagði erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum tollahækkanna á efnahag Íslands en miðað við önnur lönd kæmi Ísland þó nokkuð vel út úr aðgerðunum. Ásgeir ræddi stöðuna í samtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Eru einhver sambærileg dæmi um stjórnvöld sem hafa hækkað tolla svona heiftarlega? „Í upphafi Kreppunnar miklu eftir að hlutabréfaverð féll á Wall Street 1929 lögðu Bandaríkjamenn á tolla sem var svarað af öðrum löndum. Það leiddi til þess að tollar voru settir mjög víða,“ sagði Ásgeir. Bandaríkjamenn hafi þá verið að reyna að bregðast við kreppu með því að örva innlenda framleiðslu. „Þetta er aðeins öðruvísi núna. Ég held í sjálfu sér að þetta muni koma sér illa fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Ásgeir. Trump vill efla bandarískan iðnað Deilt hafi verið um ágæti tolla í gegnum tíðina en Ásgeir segir ástæður fyrir tollum almennt vera tvær. „Hjá mörgum ríkjum sem eru ekki með gott skattkerfi þá eru tollar oft eina leiðin til þess að fá tekjur, í mörgum þriðjaheimsríkjum eru lágir tollar til þess að fjármagna ríkið. Hin ástæðan fyrir tollum er að það er verið að vernda einhverja atvinnugrein,“ sagði Ásgeir. Trump sé aðallega að horfa í seinni ástæðuna. „Þetta á að vera leið til að efla iðnað í Bandaríkjunum og að einhverju marki trúir hann að hann geti fjármagnað ríkið með þessu,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir reikningsaðferðir Trump-stjórnarinnar við ákvörðun tollana sérstakar. „Það skiptir máli fyrir okkur að við erum með viðskiptahalla við Bandaríkin. Það kann að einhverju marki að skýra það að við höfum fengið þennan lægsta tollflokk,“ sagði hann. Tækifæri kunni að liggja í því að Ísland falli í þann flokk en erfitt sé að gera sér grein fyrir því. „Það má velta fyrir sér að hversu miklu leyti fyrirtæki úti geti hækkað verðið úti og látið tollinn falla algjörlega á Bandaríkin sjálf,“ sagði hann. Verði dýrara fyrir Bandaríkjamenn að koma til landsins Ásgeir segir að þegar svona stórir atburðir gerist sé erfitt að sjá strax hver áhrifn verða. Tollastríðið gæti þó haft þónokkur áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Ég myndi hafa áhyggjur af því að dollarinn hefur veikst mjög mikið og það er alveg fyrirsjáanlegt að það muni fylgja þessu verðbólga og sumir tala um samdrátt. Það geti haft áhrif á það að við séum að fá færri ferðamenn frá Bandaríkjunum,“ sagði Ásgeir. Ferðaþjónustan gæti því fundið fyrir áhrifunum. Gengi krónunnar helst tiltölulega stöðugt að sögn Ásgeirs en styrkist þó á móti lækkandi Bandaríkjadal. „Það er ódýrara fyrir okkur að fara til Bandaríkjanna en dýrara fyrir Bandaríkjamenn að koma hingað.“ „Vöxtur ferðaþjónustu undanfarið verið rekinn að miklu leyti undanfarið á Bandaríkjamönnum, Bandaríkjadollari hefur verið sterkur, það hefur verið mikill kaupmáttur í Bandaríkjunum, mikill hagvöxtur og hækkanir á hlutabréfaverði,“ sagði hann. Eftir aðgerðirnar hefur verð á gulli náð sögulegum hæðum. Ásgeir segir Ísland eiga gull sem sé geymt í Lundúnum. „Það hefur hækkað mikið en við hefðum svo sem alveg mátt eiga meira af því. En við höfum tekið ávinning af því,“ sagði hann. Staðan á Íslandi sé góð „Það hefur gengið mjög vel á Íslandi og á eiginlega alla mælikvarða er staða okkar mjög góð. Það hefur verið mikill hagvöxtur og kaupmáttur aukist,“ sagði Ásgeir spurður út í efnahagsstöðuna á Íslandi. Seðlabankinn hafi fylgt mjög strangri stefnu, haldið aftur af hagkerfinu og verið strangur á gjaldeyrismarkaði. „Við erum náttúrulega með háa vexti en ég myndi telja að staða okkar sé tiltölulega góð. Eftir að við lentum í þessu áfalli 2008 þá höfum við reynt að byggja upp kerfi sem getur staðist áföll,“ sagði Ásgeir. Það hefur tekist? „Já, við metum það þannig. Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða og miklar eiginfjárkvaðir á bankana. Þrátt fyrir allt eru hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu mjög skuldsett að jafnaði þó auðvitað sé það mismunandi milli atvinnugreina og hópa í samfélaginu. Ásgeir segist enn þeirrar skoðunar að halda eigi í seðla, mikilvægt sé að hafa greiðslukerfi sem Íslendingar eigi og stjórni innanlands og er óháð því hvort landið sé tengt við umheiminn. Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58 Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Donald Trump boðaði stórfelldar tollahækkanir á flest ríki heims á miðvikudag og hefur áhrifanna gætt víða. Markaðir hafa tekið skell og óttast er að afleiðingarnar verði töluverður með tilheyrandi verðbólgu. Ásgeir sagði erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum tollahækkanna á efnahag Íslands en miðað við önnur lönd kæmi Ísland þó nokkuð vel út úr aðgerðunum. Ásgeir ræddi stöðuna í samtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Eru einhver sambærileg dæmi um stjórnvöld sem hafa hækkað tolla svona heiftarlega? „Í upphafi Kreppunnar miklu eftir að hlutabréfaverð féll á Wall Street 1929 lögðu Bandaríkjamenn á tolla sem var svarað af öðrum löndum. Það leiddi til þess að tollar voru settir mjög víða,“ sagði Ásgeir. Bandaríkjamenn hafi þá verið að reyna að bregðast við kreppu með því að örva innlenda framleiðslu. „Þetta er aðeins öðruvísi núna. Ég held í sjálfu sér að þetta muni koma sér illa fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Ásgeir. Trump vill efla bandarískan iðnað Deilt hafi verið um ágæti tolla í gegnum tíðina en Ásgeir segir ástæður fyrir tollum almennt vera tvær. „Hjá mörgum ríkjum sem eru ekki með gott skattkerfi þá eru tollar oft eina leiðin til þess að fá tekjur, í mörgum þriðjaheimsríkjum eru lágir tollar til þess að fjármagna ríkið. Hin ástæðan fyrir tollum er að það er verið að vernda einhverja atvinnugrein,“ sagði Ásgeir. Trump sé aðallega að horfa í seinni ástæðuna. „Þetta á að vera leið til að efla iðnað í Bandaríkjunum og að einhverju marki trúir hann að hann geti fjármagnað ríkið með þessu,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir reikningsaðferðir Trump-stjórnarinnar við ákvörðun tollana sérstakar. „Það skiptir máli fyrir okkur að við erum með viðskiptahalla við Bandaríkin. Það kann að einhverju marki að skýra það að við höfum fengið þennan lægsta tollflokk,“ sagði hann. Tækifæri kunni að liggja í því að Ísland falli í þann flokk en erfitt sé að gera sér grein fyrir því. „Það má velta fyrir sér að hversu miklu leyti fyrirtæki úti geti hækkað verðið úti og látið tollinn falla algjörlega á Bandaríkin sjálf,“ sagði hann. Verði dýrara fyrir Bandaríkjamenn að koma til landsins Ásgeir segir að þegar svona stórir atburðir gerist sé erfitt að sjá strax hver áhrifn verða. Tollastríðið gæti þó haft þónokkur áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Ég myndi hafa áhyggjur af því að dollarinn hefur veikst mjög mikið og það er alveg fyrirsjáanlegt að það muni fylgja þessu verðbólga og sumir tala um samdrátt. Það geti haft áhrif á það að við séum að fá færri ferðamenn frá Bandaríkjunum,“ sagði Ásgeir. Ferðaþjónustan gæti því fundið fyrir áhrifunum. Gengi krónunnar helst tiltölulega stöðugt að sögn Ásgeirs en styrkist þó á móti lækkandi Bandaríkjadal. „Það er ódýrara fyrir okkur að fara til Bandaríkjanna en dýrara fyrir Bandaríkjamenn að koma hingað.“ „Vöxtur ferðaþjónustu undanfarið verið rekinn að miklu leyti undanfarið á Bandaríkjamönnum, Bandaríkjadollari hefur verið sterkur, það hefur verið mikill kaupmáttur í Bandaríkjunum, mikill hagvöxtur og hækkanir á hlutabréfaverði,“ sagði hann. Eftir aðgerðirnar hefur verð á gulli náð sögulegum hæðum. Ásgeir segir Ísland eiga gull sem sé geymt í Lundúnum. „Það hefur hækkað mikið en við hefðum svo sem alveg mátt eiga meira af því. En við höfum tekið ávinning af því,“ sagði hann. Staðan á Íslandi sé góð „Það hefur gengið mjög vel á Íslandi og á eiginlega alla mælikvarða er staða okkar mjög góð. Það hefur verið mikill hagvöxtur og kaupmáttur aukist,“ sagði Ásgeir spurður út í efnahagsstöðuna á Íslandi. Seðlabankinn hafi fylgt mjög strangri stefnu, haldið aftur af hagkerfinu og verið strangur á gjaldeyrismarkaði. „Við erum náttúrulega með háa vexti en ég myndi telja að staða okkar sé tiltölulega góð. Eftir að við lentum í þessu áfalli 2008 þá höfum við reynt að byggja upp kerfi sem getur staðist áföll,“ sagði Ásgeir. Það hefur tekist? „Já, við metum það þannig. Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða og miklar eiginfjárkvaðir á bankana. Þrátt fyrir allt eru hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu mjög skuldsett að jafnaði þó auðvitað sé það mismunandi milli atvinnugreina og hópa í samfélaginu. Ásgeir segist enn þeirrar skoðunar að halda eigi í seðla, mikilvægt sé að hafa greiðslukerfi sem Íslendingar eigi og stjórni innanlands og er óháð því hvort landið sé tengt við umheiminn.
Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58 Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58
Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent