Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar 4. apríl 2025 09:03 Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vegagerð Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun