„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. apríl 2025 22:01 Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar. vísir/bjarni Forstjóri Össurar segir nýjan tíu prósenta toll á allan útflutning til Bandaríkjanna vera mikil vonbrigði, um sé að ræða mikilvægasta markað fyrirtækisins. Nýir lágmarkstollar á allan innflutning til Bandaríkjanna taka gildi á laugardaginn. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti nýja tolla á allan innflutning til landsins og lýsti yfir frelsisdegi í gær. Annars vegar er um að ræða tíu prósenta lágmarkstoll og hins vegar það sem var kynnt sem gagnkvæmir tollar en svo virðist sem þeir taki mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjunum. Evrópusambandið og Kína hefur heitið mótvægisaðgerðum. Íslenskar vörur munu bera tíu prósenta lágmarkstollinn. Ísland kemur því betur út en flest ríki Evrópu, þar sem vörur frá Evrópusambandinu munu bera 20% toll. Þá bera vörur frá öðrum ríkjum innan fríverslunarsamtaka Evrópu einnig hærri toll en Ísland. - Noregur 15%, Sviss 31% og Lichenstein 37%. Tollar á Kína nema 54%, en að auki voru lagði mismunandi tollar á ýmiss ríki í Asíu. Einnig er lagður 25% tollur á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á laugardaginn en aðrir tollar á miðvikudag. Tollar vonbrigði á lang mikilvægasta markaðnum Um er að ræða mikilvægasta markað Össurar en 45% tekna fyrirtækisins koma eru frá útflutningi til Bandaríkjanna. Forstjóri fyrirtækisins segir nýju tollana vera vonbrigði. „Það stefndi í að það yrðu breytingar en ég held að það sé óhætt að segja þetta sé eitthvað svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við. Auðvitað breytir þetta að einhverju leyti okkar rekstrarumhverfi og rekstrarmódeli og hækkar kostnað og það er enn þá erfitt að sjá alveg til enda. Þó að þessar breytingar hafi skýrt ýmislegt í hvað stefnir í gær þá er mörgum spurningum ósvarað.“ Sem dæmi nefnir Sveinn að mögulega muni koma í ljós hvaða vörur verða undanskildar tollum og óljóst hvaða mótvægisaðgerða önnur ríki muni grípa til. „Þetta mun áfram vera mjög mikilvægur markaður fyrir okkur. Við höfum verið að fjárfesta mikið í mörkuðum þar sem eru kannski minna þróuð heilbrigðiskerfi og það verður áfram lykilskref í okkar starfsemi.“ Leitað verði leiða til að aðlagast nýjum veruleika. Nýtt umhverfi alþjóðaviðskipta blasi við. „Þegar við erum komin í svona umhverfi þar sem lönd eins og Bandaríkin sem eru með stóran neytendamarkað er að nota það sem einhvers konar tól til að styrkja sína stöðu. Það mun valda því að Ísland þarf að taka afstöðu, mjög vel yfirvegaða afstöðu, um hvar okkar hagsmunum er best borgið.“ Áhyggjur til lengri tíma Stærsti hluti útflutningsvara Íslands til Bandaríkjanna eru lyf og sjávarafurðir en Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood eins stærsta útflytjenda íslenskra sjávarafurða, segir tollana ekki hafa mikil áhrif á rekstur þeirra í bili. „En aftur á móti til langs tíma þá er helsti áhyggjuliðurinn sá að við sjáum fisk eða sjávarafurðir sem hafa verið seldar til Bandaríkjanna til dæmis frá Asíu, koma inn í Evrópu. Og aðra okkar markaði og keppa við okkur á þeim svæðum.“ Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood.vísir/bjarni Össur Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti nýja tolla á allan innflutning til landsins og lýsti yfir frelsisdegi í gær. Annars vegar er um að ræða tíu prósenta lágmarkstoll og hins vegar það sem var kynnt sem gagnkvæmir tollar en svo virðist sem þeir taki mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjunum. Evrópusambandið og Kína hefur heitið mótvægisaðgerðum. Íslenskar vörur munu bera tíu prósenta lágmarkstollinn. Ísland kemur því betur út en flest ríki Evrópu, þar sem vörur frá Evrópusambandinu munu bera 20% toll. Þá bera vörur frá öðrum ríkjum innan fríverslunarsamtaka Evrópu einnig hærri toll en Ísland. - Noregur 15%, Sviss 31% og Lichenstein 37%. Tollar á Kína nema 54%, en að auki voru lagði mismunandi tollar á ýmiss ríki í Asíu. Einnig er lagður 25% tollur á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á laugardaginn en aðrir tollar á miðvikudag. Tollar vonbrigði á lang mikilvægasta markaðnum Um er að ræða mikilvægasta markað Össurar en 45% tekna fyrirtækisins koma eru frá útflutningi til Bandaríkjanna. Forstjóri fyrirtækisins segir nýju tollana vera vonbrigði. „Það stefndi í að það yrðu breytingar en ég held að það sé óhætt að segja þetta sé eitthvað svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við. Auðvitað breytir þetta að einhverju leyti okkar rekstrarumhverfi og rekstrarmódeli og hækkar kostnað og það er enn þá erfitt að sjá alveg til enda. Þó að þessar breytingar hafi skýrt ýmislegt í hvað stefnir í gær þá er mörgum spurningum ósvarað.“ Sem dæmi nefnir Sveinn að mögulega muni koma í ljós hvaða vörur verða undanskildar tollum og óljóst hvaða mótvægisaðgerða önnur ríki muni grípa til. „Þetta mun áfram vera mjög mikilvægur markaður fyrir okkur. Við höfum verið að fjárfesta mikið í mörkuðum þar sem eru kannski minna þróuð heilbrigðiskerfi og það verður áfram lykilskref í okkar starfsemi.“ Leitað verði leiða til að aðlagast nýjum veruleika. Nýtt umhverfi alþjóðaviðskipta blasi við. „Þegar við erum komin í svona umhverfi þar sem lönd eins og Bandaríkin sem eru með stóran neytendamarkað er að nota það sem einhvers konar tól til að styrkja sína stöðu. Það mun valda því að Ísland þarf að taka afstöðu, mjög vel yfirvegaða afstöðu, um hvar okkar hagsmunum er best borgið.“ Áhyggjur til lengri tíma Stærsti hluti útflutningsvara Íslands til Bandaríkjanna eru lyf og sjávarafurðir en Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood eins stærsta útflytjenda íslenskra sjávarafurða, segir tollana ekki hafa mikil áhrif á rekstur þeirra í bili. „En aftur á móti til langs tíma þá er helsti áhyggjuliðurinn sá að við sjáum fisk eða sjávarafurðir sem hafa verið seldar til Bandaríkjanna til dæmis frá Asíu, koma inn í Evrópu. Og aðra okkar markaði og keppa við okkur á þeim svæðum.“ Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood.vísir/bjarni
Össur Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira