Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2025 07:01 Við fjölskyldan fluttum til Þýskalands í október 2023 og fluttum aftur heim nú í janúar á þessu ári. Fram að flutningum okkar út höfum við borgað okkar skatta og skyldur hér á landi og myndi ég nú segja að ekki færi mikið fyrir okkur í „kerfinu“. Í Þýskalandi var hagkvæmara fyrir okkur að sjúkratryggja okkur hjá einkaaðila heldur en opinberum aðila og því vorum við ekki í þýska almannatryggingakerfinu. Ekki óraði okkur fyrir því að sú ákvörðun myndi hafa þau áhrif að þegar heim væri komið aftur þyrftum við að bíða í sex mánuði eftir að verða aftur sjúkratryggð í okkar heimalandi. Enda fengum við þær upplýsingar áður en við fluttumst út að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þessu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við myndum skrá okkur aftur inn í landið, það voru þær upplýsingar sem við fengum frá Sjúkratryggingum Íslands. Við hringdum í Sjúkratryggingar Íslands áður en við fluttum erlendis til að kanna hvort við þyrftum að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir svo við yrðum áfram sjúkratryggð þegar heim væri komið og var tjáð að svo væri ekki. Þýska skipulagssemin náði að einhverju leiti að smitast í okkur á meðan dvölinni stóð og 29. nóvember 2024 kl 09:57 hringjum við aftur í Sjúkratryggingar Íslands til þess að kanna hvað skyldi gera svo við yrðum sjúkratryggð þegar við kæmum heim. Enda þá orðið ljóst að það færi að styttast í heimför. Svörin voru eins og áður, við þyrftum engar áhyggjur að hafa af málinu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við skráðum okkur inn í landið. Það kom okkur því algjörlega í opna skjöldu þegar niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands lá fyrir, varðandi það að við yrðum tryggð strax við heimkomu, svarið var „synjun“. Við hjónin erum bæði íslenskir ríkisborgarar og höfum alla tíð verið búsett og greitt okkar skatta og skyldur á Íslandi, að undanskildum þeim nýliðnu 16 mánuðum þar sem við vorum í Þýskalandi. Þess má geta að tilgangur flutninga okkar til Þýskalands var að opna starfsemi Tixly, íslensks hugbúnaðarfyrirtækis í nýju landi, og þar með auka tekjur og greidda skatta íslenska móðurfélagsins! Í lögum um sjúkratryggingar er nefninlega heimilt að veita undanþágu vegna slíkra aðstæðna, en það virðist ekki duga til. Í stefnu Sjúkratrygginga segir „Hjarta Sjúkratrygginga felst í þjónustunni sem við bjóðum og léttir fólki lífið. Þjónusta okkar knýr gangverk heilbrigðiskerfisins. Við sinnum ekki einungis skyldum okkar, heldur leitumst við að skilja aðstæður þeirra sem við mætum, af alúð og skilningi á þörfum ólíkra hópa.“ Það virðist því miður algjörlega búið að snúa þessu á haus. Í staðinn fyrir að Sjúkratryggingar Íslands séu til í þessu landi til að þjónusta íbúana, erum við hjónin núna til í landinu til að „þjónusta“ eða berjast við Sjúkratryggingar Íslands. Eftir endalausar bréfaskriftir, ótal árangurslausar tilraunir í síma og nú nýjast kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd velferðarmála erum við fjölskyldan ósjúkratryggð á Íslandi, höfum verið það síðustu 2 mánuði og verðum það eitthvað áfram. Það að við séum með þrjú ung börn og þar af eitt barn sem enn ætti að vera í ungbarnavernd, virðist bara nákvæmlega engu máli skipta. Ég get ekki annað en velt þeirri spurningu fyrir mér; fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands ef ekki fyrir 5 manna íslenska fjölskyldu sem alla sína tíð hefur búið á Íslandi en flyst erlendis tímabundið í 16 mánuði með það eina markmið að fara í útrás með íslenskt fyrirtæki og auka skattgreiðslur til Íslands? Höfundur er íslensk móðir þriggja barna á aldrinum 1-10 ára sem öll eru ósjúkratryggð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Sjúkratryggingar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fluttum til Þýskalands í október 2023 og fluttum aftur heim nú í janúar á þessu ári. Fram að flutningum okkar út höfum við borgað okkar skatta og skyldur hér á landi og myndi ég nú segja að ekki færi mikið fyrir okkur í „kerfinu“. Í Þýskalandi var hagkvæmara fyrir okkur að sjúkratryggja okkur hjá einkaaðila heldur en opinberum aðila og því vorum við ekki í þýska almannatryggingakerfinu. Ekki óraði okkur fyrir því að sú ákvörðun myndi hafa þau áhrif að þegar heim væri komið aftur þyrftum við að bíða í sex mánuði eftir að verða aftur sjúkratryggð í okkar heimalandi. Enda fengum við þær upplýsingar áður en við fluttumst út að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þessu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við myndum skrá okkur aftur inn í landið, það voru þær upplýsingar sem við fengum frá Sjúkratryggingum Íslands. Við hringdum í Sjúkratryggingar Íslands áður en við fluttum erlendis til að kanna hvort við þyrftum að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir svo við yrðum áfram sjúkratryggð þegar heim væri komið og var tjáð að svo væri ekki. Þýska skipulagssemin náði að einhverju leiti að smitast í okkur á meðan dvölinni stóð og 29. nóvember 2024 kl 09:57 hringjum við aftur í Sjúkratryggingar Íslands til þess að kanna hvað skyldi gera svo við yrðum sjúkratryggð þegar við kæmum heim. Enda þá orðið ljóst að það færi að styttast í heimför. Svörin voru eins og áður, við þyrftum engar áhyggjur að hafa af málinu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við skráðum okkur inn í landið. Það kom okkur því algjörlega í opna skjöldu þegar niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands lá fyrir, varðandi það að við yrðum tryggð strax við heimkomu, svarið var „synjun“. Við hjónin erum bæði íslenskir ríkisborgarar og höfum alla tíð verið búsett og greitt okkar skatta og skyldur á Íslandi, að undanskildum þeim nýliðnu 16 mánuðum þar sem við vorum í Þýskalandi. Þess má geta að tilgangur flutninga okkar til Þýskalands var að opna starfsemi Tixly, íslensks hugbúnaðarfyrirtækis í nýju landi, og þar með auka tekjur og greidda skatta íslenska móðurfélagsins! Í lögum um sjúkratryggingar er nefninlega heimilt að veita undanþágu vegna slíkra aðstæðna, en það virðist ekki duga til. Í stefnu Sjúkratrygginga segir „Hjarta Sjúkratrygginga felst í þjónustunni sem við bjóðum og léttir fólki lífið. Þjónusta okkar knýr gangverk heilbrigðiskerfisins. Við sinnum ekki einungis skyldum okkar, heldur leitumst við að skilja aðstæður þeirra sem við mætum, af alúð og skilningi á þörfum ólíkra hópa.“ Það virðist því miður algjörlega búið að snúa þessu á haus. Í staðinn fyrir að Sjúkratryggingar Íslands séu til í þessu landi til að þjónusta íbúana, erum við hjónin núna til í landinu til að „þjónusta“ eða berjast við Sjúkratryggingar Íslands. Eftir endalausar bréfaskriftir, ótal árangurslausar tilraunir í síma og nú nýjast kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd velferðarmála erum við fjölskyldan ósjúkratryggð á Íslandi, höfum verið það síðustu 2 mánuði og verðum það eitthvað áfram. Það að við séum með þrjú ung börn og þar af eitt barn sem enn ætti að vera í ungbarnavernd, virðist bara nákvæmlega engu máli skipta. Ég get ekki annað en velt þeirri spurningu fyrir mér; fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands ef ekki fyrir 5 manna íslenska fjölskyldu sem alla sína tíð hefur búið á Íslandi en flyst erlendis tímabundið í 16 mánuði með það eina markmið að fara í útrás með íslenskt fyrirtæki og auka skattgreiðslur til Íslands? Höfundur er íslensk móðir þriggja barna á aldrinum 1-10 ára sem öll eru ósjúkratryggð á Íslandi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun