Bæði vonbrigði og léttir Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2025 21:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að nú verði vinaþjóðir að standa saman. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“ Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“
Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira