Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2025 10:01 Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun