McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2025 17:00 Rory McIlroy hefur keppt á PGA-mótaröðinni undanfarin fimmtán ár. getty/Ken Murray Norður-írski kylfingurinn Rory McIlory er annar kylfingurinn sem þénar hundrað milljónir Bandaríkjadala á PGA-mótaröðinni í golfi. McIlroy náði þessum áfanga þegar hann fékk 338 þúsund Bandaríkjadali fyrir að enda í 4. sæti á Houston Open í síðustu viku. Norður-Írinn hefur nú þénað hundrað milljónir Bandaríkjadala á PGA-mótaröðinni síðan hann þreytti frumraun sína á henni 2010. Hundrað milljónir Bandaríkjadala samsvara 13,2 milljörðum íslenskra króna. Það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að Tiger Woods séu tekjuhæstur í sögu PGA-mótaraðarinnar. Hann hefur þénað 120 milljónir Bandaríkjadala á henni (15,9 milljarðar). Tiger hefur unnið 82 af þeim 378 mótum sem hann hefur tekið þátt á. McIlroy hefur unnið 28 af þeim 262 mótum sem hann hefur keppt á PGA-mótaröðinni. Hann hefur hrósað sigri á tveimur mótum á þessu ári; AT&T Pebble Beach Pro-Am og Players. McIlroy hefur hins vegar ekki unnið risamót síðan hann vann Opna breska 2014. Hann þykir meðal sigurstranglegustu keppenda á Masters sem hefst 10. apríl. Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
McIlroy náði þessum áfanga þegar hann fékk 338 þúsund Bandaríkjadali fyrir að enda í 4. sæti á Houston Open í síðustu viku. Norður-Írinn hefur nú þénað hundrað milljónir Bandaríkjadala á PGA-mótaröðinni síðan hann þreytti frumraun sína á henni 2010. Hundrað milljónir Bandaríkjadala samsvara 13,2 milljörðum íslenskra króna. Það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að Tiger Woods séu tekjuhæstur í sögu PGA-mótaraðarinnar. Hann hefur þénað 120 milljónir Bandaríkjadala á henni (15,9 milljarðar). Tiger hefur unnið 82 af þeim 378 mótum sem hann hefur tekið þátt á. McIlroy hefur unnið 28 af þeim 262 mótum sem hann hefur keppt á PGA-mótaröðinni. Hann hefur hrósað sigri á tveimur mótum á þessu ári; AT&T Pebble Beach Pro-Am og Players. McIlroy hefur hins vegar ekki unnið risamót síðan hann vann Opna breska 2014. Hann þykir meðal sigurstranglegustu keppenda á Masters sem hefst 10. apríl.
Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira