Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar 31. mars 2025 12:31 Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið. Sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífi fjölda sveitarfélaga og á mörgum stöðum einfaldlega lífæð samfélagsins. Því vekur það furðu og vonbrigði að lagafrumvarp skuli lagt fram án þess að nein greining hafi farið fram á áhrifum þess á sjávarútvegssveitarfélög, atvinnulíf eða byggðir landsins. Samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið gert, sem er bæði ólöglegt og óábyrgt. Þessi vinnubrögð skapa vantraust og veikja tengsl ríkis og sveitarfélaga – á sama tíma og við þurfum á nánu og traustu samstarfi að halda.Við tökum undir gagnrýni Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem hafa lýst eindreginni andstöðu við frumvarpið. Ríkisstjórnin hefur ekki metið áhrif þessarar auknu skattheimtu á sjávarútvegssamfélög og afleiðingar sem skattheimtan getur leitt til. Slík óvissa er óásættanleg – og óverjandi að löggjafinn ákveði að fara þessa leið án upplýstrar umræðu og samráðs við þá sem breytingarnar varða hvað mest. Byggðarlögin og fólkið á bak við sjávarútveginn Þegar skattbyrði á lykilatvinnuveg, sem sjávarútvegurinn er víða um land, er aukin án greiningar og samráðs, eru það þau sem búa og starfa í sjávarbyggðum sem bera skaðann. Það er verulegt hagsmunamál að tryggja jafnvægi milli þjóðhagslegra tekna og sjálfbærs atvinnulífs í sjávarbyggðum. Með þessari tillögu virðist ríkisvaldið snúa baki við þeirri ábyrgð.Auk þess gagnrýnum við harðlega þá staðreynd að umsagnarfrestur vegna málsins er einungis tíu dagar. Svo skammur frestur gerir sveitarfélögum nær ókleift að vinna málið faglega og bera það upp í sveitarstjórn til að senda frá sér rökstudda umsögn. Þetta dregur úr gæðum ákvarðanatöku og skaðar traustið á stjórnsýslunni. Farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika Við skorum á ríkisstjórnina að staldra við og hefja raunverulegt samtal við hagaðila – samtal sem byggir á greiningum, staðreyndum og gagnkvæmri virðingu. Tillögur um veiðigjöld verða að taka mið af áhrifum þeirra – ekki aðeins á ríkissjóð, heldur á þau samfélög sem sjávarútvegurinn heldur uppi.Við krefjumst þess að þessi tillaga verði endurskoðuð frá grunni – í þágu skynsemi, sanngirni og framtíðar byggða um allt land. Anton Guðmundsson – oddviti Framsóknar - Suðurnesjabæ Ásgerður Kristín Gylfadóttir – oddviti Framsóknar - Hornafirði Ásrún Helga Kristinsdóttir – oddviti Framsóknar - Grindavíkurbæ Axel Örn Sveinbjörnsson – oddviti Framsóknar - Vopnafjarðarhreppi Hjálmar Bogi Hafliðason – oddviti Framsóknar - Norðurþingi Hrund Pétursdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Skagafirði Jónína Brynjólfsdóttir – oddviti Framsóknar - Múlaþingi Monika Margrét Stefánsdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Dalvíkurbyggð Sunna Hlín Jóhannesdóttir – oddviti Framsóknar - Akureyri Þuríður Lillý Sigurðardóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið. Sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífi fjölda sveitarfélaga og á mörgum stöðum einfaldlega lífæð samfélagsins. Því vekur það furðu og vonbrigði að lagafrumvarp skuli lagt fram án þess að nein greining hafi farið fram á áhrifum þess á sjávarútvegssveitarfélög, atvinnulíf eða byggðir landsins. Samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið gert, sem er bæði ólöglegt og óábyrgt. Þessi vinnubrögð skapa vantraust og veikja tengsl ríkis og sveitarfélaga – á sama tíma og við þurfum á nánu og traustu samstarfi að halda.Við tökum undir gagnrýni Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem hafa lýst eindreginni andstöðu við frumvarpið. Ríkisstjórnin hefur ekki metið áhrif þessarar auknu skattheimtu á sjávarútvegssamfélög og afleiðingar sem skattheimtan getur leitt til. Slík óvissa er óásættanleg – og óverjandi að löggjafinn ákveði að fara þessa leið án upplýstrar umræðu og samráðs við þá sem breytingarnar varða hvað mest. Byggðarlögin og fólkið á bak við sjávarútveginn Þegar skattbyrði á lykilatvinnuveg, sem sjávarútvegurinn er víða um land, er aukin án greiningar og samráðs, eru það þau sem búa og starfa í sjávarbyggðum sem bera skaðann. Það er verulegt hagsmunamál að tryggja jafnvægi milli þjóðhagslegra tekna og sjálfbærs atvinnulífs í sjávarbyggðum. Með þessari tillögu virðist ríkisvaldið snúa baki við þeirri ábyrgð.Auk þess gagnrýnum við harðlega þá staðreynd að umsagnarfrestur vegna málsins er einungis tíu dagar. Svo skammur frestur gerir sveitarfélögum nær ókleift að vinna málið faglega og bera það upp í sveitarstjórn til að senda frá sér rökstudda umsögn. Þetta dregur úr gæðum ákvarðanatöku og skaðar traustið á stjórnsýslunni. Farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika Við skorum á ríkisstjórnina að staldra við og hefja raunverulegt samtal við hagaðila – samtal sem byggir á greiningum, staðreyndum og gagnkvæmri virðingu. Tillögur um veiðigjöld verða að taka mið af áhrifum þeirra – ekki aðeins á ríkissjóð, heldur á þau samfélög sem sjávarútvegurinn heldur uppi.Við krefjumst þess að þessi tillaga verði endurskoðuð frá grunni – í þágu skynsemi, sanngirni og framtíðar byggða um allt land. Anton Guðmundsson – oddviti Framsóknar - Suðurnesjabæ Ásgerður Kristín Gylfadóttir – oddviti Framsóknar - Hornafirði Ásrún Helga Kristinsdóttir – oddviti Framsóknar - Grindavíkurbæ Axel Örn Sveinbjörnsson – oddviti Framsóknar - Vopnafjarðarhreppi Hjálmar Bogi Hafliðason – oddviti Framsóknar - Norðurþingi Hrund Pétursdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Skagafirði Jónína Brynjólfsdóttir – oddviti Framsóknar - Múlaþingi Monika Margrét Stefánsdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Dalvíkurbyggð Sunna Hlín Jóhannesdóttir – oddviti Framsóknar - Akureyri Þuríður Lillý Sigurðardóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Fjarðabyggð
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun