Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar 31. mars 2025 11:01 Þegar haustmisserið hófst síðasta ágúst áttum við að vera komin í glæsilega endurbætta byggingu Háskóla Íslands, Sögu. En raunin varð önnur. Við vorum enn föst í Stakkahlíðinni, og það sem verra var, helmingur húsnæðisins hafði verið afhentur Listaháskóla Íslands. Við þurftum að læra í kennslurýmum hér og þar, í öðrum byggingum og jafnvel í kirkjum um hríð. Þetta var niðurlægjandi staða fyrir svið sem ber ábyrgð á menntun framtíðarkennara landsins. Við í Vöku rétt eins og allir aðrir stúdentar Menntavísindasviðs vorum og erum ósátt. En ólíkt öðrum ákváðum við að láta ekki nægja að birtast óvænt í umræðum viku fyrir kosningar. Við tókum til handa og fórum að vinna. Vinna, ekki bara loforð Það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs var að kortleggja það sem brýnast væri að bæta. Í gegnum baráttu, sem er ekki alltaf jafn sýnileg, bæði í sviðsráði og Stúdentaráði sem og í öðrum skipulagseiningum eins og Söguhópnum, hefur okkur tekist að tryggja fjölmörg mikilvæg mál fyrir okkar nemendur: Vaka tryggði að gert verði ráð fyrir hreiðri, aðstöðu fyrir börn stúdenta, í Sögu. Eitthvað sem hefði ekki orðið ef ég hefði ekki fært mál fyrir því í Söguhópnum. Vaka tryggði að nemendafélög fái loks aðgang að sameiginlegri fundaraðstöðu og geymslum í Sögu, sem þau hafa verið án síðan Hamar fór undir Listaháskólann. Ég lagði fram tillögu í Stúdentaráði í febrúar um að auka sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema. Tillaga sem var samþykkt einróma. Skrifstofa SHÍ og fulltrúar Vöku í sviðsráði vinna nú að því að fylgja þessu markmiði eftir. Sem fulltrúi nemenda í stjórn Menntavísindasviðs hef ég kallað eftir auknum fyrirsjáanleika í skipulagi náms, og unnið að því að stundatöflur verði birtar tímanlega fyrir næsta haust. Það er eitt af mínum meginmarkmiðum að ná því fram á næsta starfsári. Nú þegar kennslu lýkur í vor verður Stakkahlíðinni pakkað niður og flutningurinn í Sögu að fullu lokið fyrir næsta haust. Háskólinn dró flutninginn allt of lengi, og aðstæður á þessu skólaári hafa verið ólíðandi, en þegar á hólminn verður komið í Sögu verða aðstæður stúdenta á Menntavísindasviði mun betri en ella, þökk sé vinnu Vökuliða. Röskva mætir seint og tómhent Það er holur hljómur í Röskvu, sem hefur þar til núna ekki lagt fram eina tillögu á stúdentaráðsfundi á þessu starfsári um kennsluhætti eða aðstæður á Menntavísindasviði, eða flutning þess í Sögu, að fara nú allt í einu að berja sér á brjóst rúmlega viku fyrir kosningar og segja að þau „standi með Menntavísindasviði.“ Það þarf meira en vel valdar yfirlýsingar rétt fyrir kjördag til að hljóta traust stúdenta. Það traust byggist á því að fulltrúar vinni fyrir hagsmuni sviðsins allt árið um kring, og það hefur Vaka gert og mun halda áfram að gera. Framtíðin skiptir máli Nú þegar flutningurinn í Sögu er loksins að verða að veruleika skiptir öllu máli að rétt fólk sitji áfram við borðið. Fólk sem þekkir málin, hefur unnið að bættum hagsmunum stúdenta og mun halda áfram að gera það. Við í Vöku látum verkin tala. Við erum ekki bara að bregðast við rétt fyrir kosningar, við höfum starfað samfleytt fyrir stúdenta Menntavísindasviðs frá byrjun. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn kjósa stúdentar sína fulltrúa til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta á vettvangi SHÍ. Ég hvet alla stúdenta Menntavísindasviðs til þess að kjósa þá sem hafa staðið með þeim. Ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kjósum Vöku. Höfundur er stúdentaráðsliði og oddviti Vöku á Menntavísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þegar haustmisserið hófst síðasta ágúst áttum við að vera komin í glæsilega endurbætta byggingu Háskóla Íslands, Sögu. En raunin varð önnur. Við vorum enn föst í Stakkahlíðinni, og það sem verra var, helmingur húsnæðisins hafði verið afhentur Listaháskóla Íslands. Við þurftum að læra í kennslurýmum hér og þar, í öðrum byggingum og jafnvel í kirkjum um hríð. Þetta var niðurlægjandi staða fyrir svið sem ber ábyrgð á menntun framtíðarkennara landsins. Við í Vöku rétt eins og allir aðrir stúdentar Menntavísindasviðs vorum og erum ósátt. En ólíkt öðrum ákváðum við að láta ekki nægja að birtast óvænt í umræðum viku fyrir kosningar. Við tókum til handa og fórum að vinna. Vinna, ekki bara loforð Það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs var að kortleggja það sem brýnast væri að bæta. Í gegnum baráttu, sem er ekki alltaf jafn sýnileg, bæði í sviðsráði og Stúdentaráði sem og í öðrum skipulagseiningum eins og Söguhópnum, hefur okkur tekist að tryggja fjölmörg mikilvæg mál fyrir okkar nemendur: Vaka tryggði að gert verði ráð fyrir hreiðri, aðstöðu fyrir börn stúdenta, í Sögu. Eitthvað sem hefði ekki orðið ef ég hefði ekki fært mál fyrir því í Söguhópnum. Vaka tryggði að nemendafélög fái loks aðgang að sameiginlegri fundaraðstöðu og geymslum í Sögu, sem þau hafa verið án síðan Hamar fór undir Listaháskólann. Ég lagði fram tillögu í Stúdentaráði í febrúar um að auka sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema. Tillaga sem var samþykkt einróma. Skrifstofa SHÍ og fulltrúar Vöku í sviðsráði vinna nú að því að fylgja þessu markmiði eftir. Sem fulltrúi nemenda í stjórn Menntavísindasviðs hef ég kallað eftir auknum fyrirsjáanleika í skipulagi náms, og unnið að því að stundatöflur verði birtar tímanlega fyrir næsta haust. Það er eitt af mínum meginmarkmiðum að ná því fram á næsta starfsári. Nú þegar kennslu lýkur í vor verður Stakkahlíðinni pakkað niður og flutningurinn í Sögu að fullu lokið fyrir næsta haust. Háskólinn dró flutninginn allt of lengi, og aðstæður á þessu skólaári hafa verið ólíðandi, en þegar á hólminn verður komið í Sögu verða aðstæður stúdenta á Menntavísindasviði mun betri en ella, þökk sé vinnu Vökuliða. Röskva mætir seint og tómhent Það er holur hljómur í Röskvu, sem hefur þar til núna ekki lagt fram eina tillögu á stúdentaráðsfundi á þessu starfsári um kennsluhætti eða aðstæður á Menntavísindasviði, eða flutning þess í Sögu, að fara nú allt í einu að berja sér á brjóst rúmlega viku fyrir kosningar og segja að þau „standi með Menntavísindasviði.“ Það þarf meira en vel valdar yfirlýsingar rétt fyrir kjördag til að hljóta traust stúdenta. Það traust byggist á því að fulltrúar vinni fyrir hagsmuni sviðsins allt árið um kring, og það hefur Vaka gert og mun halda áfram að gera. Framtíðin skiptir máli Nú þegar flutningurinn í Sögu er loksins að verða að veruleika skiptir öllu máli að rétt fólk sitji áfram við borðið. Fólk sem þekkir málin, hefur unnið að bættum hagsmunum stúdenta og mun halda áfram að gera það. Við í Vöku látum verkin tala. Við erum ekki bara að bregðast við rétt fyrir kosningar, við höfum starfað samfleytt fyrir stúdenta Menntavísindasviðs frá byrjun. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn kjósa stúdentar sína fulltrúa til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta á vettvangi SHÍ. Ég hvet alla stúdenta Menntavísindasviðs til þess að kjósa þá sem hafa staðið með þeim. Ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kjósum Vöku. Höfundur er stúdentaráðsliði og oddviti Vöku á Menntavísindasviði.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun