Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 29. mars 2025 07:03 Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun