Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar 28. mars 2025 13:30 Fjármálaráðherra fullyrti nýverið úr ræðustól Alþingis að verðmyndun á fiski á Íslandi væri ákveðin með sýndarviðskiptum innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi fullyrðing er röng og eingöngu til þess fallin að villa almenningi sýn. Meginreglan er að verð á fiski á Íslandi ræðst af endanlegu söluverði þeirra afurða sem unnar eru úr fiskinum. Verðið á fiskinum (hráefninu) er hlutfall af afurðaverði. Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast þannig að veiðar og vinnsla eru að mestu á sömu hendi, fyrirkomulag sem hefur skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Ísland-Noregur Samanburður á tveimur fyrirtækjum – annað í Noregi en hitt á Íslandi – staðfestir þetta með óyggjandi hætti. Norska fyrirtækið, líkt og flest önnur norsk sjávarútvegsfyrirtæki, sinnir einungis lágmarksvinnslu, það er hausun áður en fiskurinn er sendur til vinnslu í láglaunalöndum. Íslenska fyrirtækið fullvinnur aflann hér á landi. Þessi munur á fullvinnslu og frumvinnslu skilar sér í endanlegu afurðaverði: það er 16% hærra fyrir þorsk og 77% hærra fyrir ýsu hjá íslenska fyrirtækinu. Þar að auki er skattspor þess 88% hærra en þess norska, enda fer vinnslan fram á Íslandi og skapar störf og tekjur innanlands. Ríkisstyrkt samkeppni Þeir sem þekkja til sjávarútvegs hafa séð hvernig stórar og hátæknivæddar fiskvinnslur hafa verið reistar á láglaunasvæðum Evrópusambandsins með verulegum opinberum styrkjum. Þessar vinnslur njóta einnig ríkisstyrkja í daglegum rekstri og hafa niðurgreitt forskot í samkeppni um hráefni. Þessar vinnslur hafa verið að færa sig upp á skaftið á íslenskum fiskmörkuðum, ekki síst vegna þess hve kvóti Norðmanna í Barentshafi er lítill. Verð sem myndast við þessar aðstæður á fiskmörkuðum í útlöndum á nú að leggja til grundvallar við breytingu á veiðigjaldi á Íslandi. Vanhugsuð atlaga Með fyrirhuguðum breytingum á gjaldinu er ráðist að grundvallarforsendum íslensks sjávarútvegs, sem hefur skilað landi og þjóð meiri ávinningi af sjávarauðlindinni en flestum öðrum þjóðum. Skattar eru ágætlega skilgreindir í lögum og stjórnarskrá. Það væri því heiðarlegra af ráðherrum fjármála og atvinnuvega að tala um skatta þegar um skatta er að ræða í stað þess að fela sig á bak við orðagjálfur eins og „réttlæti“ og „leiðréttingu“. Atlaga að fyrirkomulagi veiða og vinnslu á Íslandi er vanhugsuð og verður ekki án neikvæðra afleiðinga, en þær hafa stjórnvöld þó ekki lagt neitt mat á. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra fullyrti nýverið úr ræðustól Alþingis að verðmyndun á fiski á Íslandi væri ákveðin með sýndarviðskiptum innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi fullyrðing er röng og eingöngu til þess fallin að villa almenningi sýn. Meginreglan er að verð á fiski á Íslandi ræðst af endanlegu söluverði þeirra afurða sem unnar eru úr fiskinum. Verðið á fiskinum (hráefninu) er hlutfall af afurðaverði. Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast þannig að veiðar og vinnsla eru að mestu á sömu hendi, fyrirkomulag sem hefur skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Ísland-Noregur Samanburður á tveimur fyrirtækjum – annað í Noregi en hitt á Íslandi – staðfestir þetta með óyggjandi hætti. Norska fyrirtækið, líkt og flest önnur norsk sjávarútvegsfyrirtæki, sinnir einungis lágmarksvinnslu, það er hausun áður en fiskurinn er sendur til vinnslu í láglaunalöndum. Íslenska fyrirtækið fullvinnur aflann hér á landi. Þessi munur á fullvinnslu og frumvinnslu skilar sér í endanlegu afurðaverði: það er 16% hærra fyrir þorsk og 77% hærra fyrir ýsu hjá íslenska fyrirtækinu. Þar að auki er skattspor þess 88% hærra en þess norska, enda fer vinnslan fram á Íslandi og skapar störf og tekjur innanlands. Ríkisstyrkt samkeppni Þeir sem þekkja til sjávarútvegs hafa séð hvernig stórar og hátæknivæddar fiskvinnslur hafa verið reistar á láglaunasvæðum Evrópusambandsins með verulegum opinberum styrkjum. Þessar vinnslur njóta einnig ríkisstyrkja í daglegum rekstri og hafa niðurgreitt forskot í samkeppni um hráefni. Þessar vinnslur hafa verið að færa sig upp á skaftið á íslenskum fiskmörkuðum, ekki síst vegna þess hve kvóti Norðmanna í Barentshafi er lítill. Verð sem myndast við þessar aðstæður á fiskmörkuðum í útlöndum á nú að leggja til grundvallar við breytingu á veiðigjaldi á Íslandi. Vanhugsuð atlaga Með fyrirhuguðum breytingum á gjaldinu er ráðist að grundvallarforsendum íslensks sjávarútvegs, sem hefur skilað landi og þjóð meiri ávinningi af sjávarauðlindinni en flestum öðrum þjóðum. Skattar eru ágætlega skilgreindir í lögum og stjórnarskrá. Það væri því heiðarlegra af ráðherrum fjármála og atvinnuvega að tala um skatta þegar um skatta er að ræða í stað þess að fela sig á bak við orðagjálfur eins og „réttlæti“ og „leiðréttingu“. Atlaga að fyrirkomulagi veiða og vinnslu á Íslandi er vanhugsuð og verður ekki án neikvæðra afleiðinga, en þær hafa stjórnvöld þó ekki lagt neitt mat á. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun