„Þetta er afnotagjald“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 12:37 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu tillögu að lagabreytingar á veiðigjöldum fyrr í vikunni. „Jú, það er auðvitað ekki við öðru að búast. Þegar að gjöld eru hækkuð þá kvarta þeir sem gjaldið fellur á,“ segir Daði Már. „Það gera sér allir grein fyrir því að hækkun veiðigjalda þýðir að þjóðin fær hlutdeild í þeim hagnaði, stærri hlutdeild, og þá er minni hlutdeild til þeirra sem eiga aflaheimildir eru auðvitað ekki frábærar fréttir fyrir þá sem eiga aflaheimildir.“ Hugtakanotkun ráðherra var meðal annars gagnrýnd af Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér er verið að nota orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslenskt samfélag á,“ sagði Hildur. Daði Már lítur ekki svo á að um sé að ræða skattlagningu. „Ég lít ekki þannig á, skattar eru venjulega reiknaðir á grundvelli afkomu einstaklinga. Veiðigjaldið er reiknað á grundvelli meðalafkomu allrar útgerðar,“ segir hann. „Hann er ekki reiknaður á grundvelli afkomu einstakra útgerða heldur á grundvelli meðalafkomu og eins og ég segi lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Þannig að þetta er afnotagjald.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu einnig breytinguna í tilkynningu. Þar segir að breytingin muni leiða til þess að fiskur verði fluttur í meira mæli úr landi til erlendra fiskvinnsla í stað þess að vinna fiskinn hérlendis. Daði Már segir það ekki til skoðunar að setja upp einhvers konar útfærslu á vinnsluskyldu. Í viðtali fyrr í vikunni sagði hann þær staðhæfingar að aflinn yrði frekar verkaður í meira mæli erlendis byggðar á misskilningi. Þrátt fyrir mikla gagnrýni frá kvótaeigendum hefur ráðherrunum einnig verið hrósað fyrir tillöguna. Til að mynda fékk Hanna Katrín mikið hrós fyrir framgöngu sína í Kastljósi á Rúv. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu tillögu að lagabreytingar á veiðigjöldum fyrr í vikunni. „Jú, það er auðvitað ekki við öðru að búast. Þegar að gjöld eru hækkuð þá kvarta þeir sem gjaldið fellur á,“ segir Daði Már. „Það gera sér allir grein fyrir því að hækkun veiðigjalda þýðir að þjóðin fær hlutdeild í þeim hagnaði, stærri hlutdeild, og þá er minni hlutdeild til þeirra sem eiga aflaheimildir eru auðvitað ekki frábærar fréttir fyrir þá sem eiga aflaheimildir.“ Hugtakanotkun ráðherra var meðal annars gagnrýnd af Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér er verið að nota orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslenskt samfélag á,“ sagði Hildur. Daði Már lítur ekki svo á að um sé að ræða skattlagningu. „Ég lít ekki þannig á, skattar eru venjulega reiknaðir á grundvelli afkomu einstaklinga. Veiðigjaldið er reiknað á grundvelli meðalafkomu allrar útgerðar,“ segir hann. „Hann er ekki reiknaður á grundvelli afkomu einstakra útgerða heldur á grundvelli meðalafkomu og eins og ég segi lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Þannig að þetta er afnotagjald.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu einnig breytinguna í tilkynningu. Þar segir að breytingin muni leiða til þess að fiskur verði fluttur í meira mæli úr landi til erlendra fiskvinnsla í stað þess að vinna fiskinn hérlendis. Daði Már segir það ekki til skoðunar að setja upp einhvers konar útfærslu á vinnsluskyldu. Í viðtali fyrr í vikunni sagði hann þær staðhæfingar að aflinn yrði frekar verkaður í meira mæli erlendis byggðar á misskilningi. Þrátt fyrir mikla gagnrýni frá kvótaeigendum hefur ráðherrunum einnig verið hrósað fyrir tillöguna. Til að mynda fékk Hanna Katrín mikið hrós fyrir framgöngu sína í Kastljósi á Rúv.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
„Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11
Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15
„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00