Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 28. mars 2025 07:30 Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. Um fimmtíu einstaklingar eru nú í endurhæfingu á vegum Janusar og svipaður fjöldi er á biðlista eftir að komast þar að. Samkvæmt notendum og aðstandendum þeirra er um lífsnauðsynlegt úrræði að ræða fyrir viðkvæm ungmenni með fjölþættan vanda. Þeir eru því verulega uggandi yfir stöðunni. Hjá Janus hefur þessi hópur fengið einstaklingsmiðaða þjónustu með greiðum aðgangi að fagfólki, þ.m.t. geðlæknum. Undanfarið hefur Janus endurhæfingin verið veitt undir hatti Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Með því hefur þjónustan verið kostuð af atvinnulífinu, en framkvæmdastjóri sjóðsins hefur lýst því yfir að viðlíka þjónusta eigi heima í heilbrigðiskerfinu. Það er óhætt að samsinna því, en lokun Janusar verður hins vegar í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstaka áherslu á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurskurður á sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk sem á í engin önnur hús að venda rímar ekki vel við þau fögru fyrirheit. Þúsundir hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá áformum um lokun Janusar. Aðstandendur þessara viðkvæmu ungmenna og þau sjálf hafa reynt mikið vegna fjölþætts vanda sem þau glíma við. Baráttan við kerfið hefur verið þeim þungbær og sum hver hafa loksins fengið úrlausn sinna mála í Janusi; öðlast þar nýtt líf. Ungmenni sem var til viðtals í Kastljósi lýsti því að hafa stigið sín fyrstu skref út úr áralangri og alvarlegri einangrun og aftur út í lífið með aðstoð Janusar. Yfir helmingur notenda Janusar kemst í vinnu, nám eða virka atvinnuleit fyrir tilstilli endurhæfingarinnar. Forstöðulæknir þar hefur lýst því að lokun úrræðisins þýði áralanga afturför fyrir þverfaglega geðendurhæfingu. Það er óásættanleg niðurstaða fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp í samfélaginu og loðin svör um viðtöl og könnun á framhaldinu eru engin sárabót. Það er til lítils að gefa út háfleygar stefnuyfirlýsingar og setja á oddinn lögfestingu réttindasamnings fólks með fötlun. Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. Um fimmtíu einstaklingar eru nú í endurhæfingu á vegum Janusar og svipaður fjöldi er á biðlista eftir að komast þar að. Samkvæmt notendum og aðstandendum þeirra er um lífsnauðsynlegt úrræði að ræða fyrir viðkvæm ungmenni með fjölþættan vanda. Þeir eru því verulega uggandi yfir stöðunni. Hjá Janus hefur þessi hópur fengið einstaklingsmiðaða þjónustu með greiðum aðgangi að fagfólki, þ.m.t. geðlæknum. Undanfarið hefur Janus endurhæfingin verið veitt undir hatti Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Með því hefur þjónustan verið kostuð af atvinnulífinu, en framkvæmdastjóri sjóðsins hefur lýst því yfir að viðlíka þjónusta eigi heima í heilbrigðiskerfinu. Það er óhætt að samsinna því, en lokun Janusar verður hins vegar í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstaka áherslu á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurskurður á sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk sem á í engin önnur hús að venda rímar ekki vel við þau fögru fyrirheit. Þúsundir hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá áformum um lokun Janusar. Aðstandendur þessara viðkvæmu ungmenna og þau sjálf hafa reynt mikið vegna fjölþætts vanda sem þau glíma við. Baráttan við kerfið hefur verið þeim þungbær og sum hver hafa loksins fengið úrlausn sinna mála í Janusi; öðlast þar nýtt líf. Ungmenni sem var til viðtals í Kastljósi lýsti því að hafa stigið sín fyrstu skref út úr áralangri og alvarlegri einangrun og aftur út í lífið með aðstoð Janusar. Yfir helmingur notenda Janusar kemst í vinnu, nám eða virka atvinnuleit fyrir tilstilli endurhæfingarinnar. Forstöðulæknir þar hefur lýst því að lokun úrræðisins þýði áralanga afturför fyrir þverfaglega geðendurhæfingu. Það er óásættanleg niðurstaða fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp í samfélaginu og loðin svör um viðtöl og könnun á framhaldinu eru engin sárabót. Það er til lítils að gefa út háfleygar stefnuyfirlýsingar og setja á oddinn lögfestingu réttindasamnings fólks með fötlun. Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun