Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 08:30 Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun