Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar 26. mars 2025 12:31 Er loksins komið að því að þjóðin fái í sinn hlut það sem henni ber af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum? Við erum öll minnug þess að ríkisstjórnin sem fór frá sá ekki á sjö ára ferli sínum ástæðu til að krefja útgerðina um raunverulegt afnotagjald af fiskimiðunum. Þess í stað lagði hún á málamyndagjald sem gerði útgerðarfyrirtækjunum kleift að eyða umframfjármunum sínum í kaup á majónesverksmiðju, hjúkrunarþjónustu, skipafélagi, skyndibitastöðum, fjölmiðlum, smásöluverslun og lúxusíbúðum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta fjármunir sem hefðu getað gengið upp í þá „innviðaskuld“ í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum sem fyrri ríkisstjórn skilur eftir sig. Skýr skilaboð Í stefnuskrám flokkanna þriggja sem nú sitja í ríkisstjórn er því lýst með afdráttarlausum hætti að sjávarútveginum beri að greiða hærra gjald fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hjá Viðreisn er það orðað svo að innheimt verði „fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli.“ Flokkur fólksins orðar það svo að „Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi.“ Samfylkingin vill að „nýtingarréttur á náttúruauðlindum sé tímabundinn og úthlutað gegn fullu gjaldi. Tryggja þarf almenningi réttmæta hlutdeild í þeim umfram arði sem tilkominn er vegna auðlindarentu af eigum þjóðarinnar og koma um leið í veg fyrir að einstakir aðilar hagnist óeðlilega á því að taka megnið af auðlinda rentunnafdrái til sín. ....hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma.“ Þetta eru afar skýr skilaboð núverandi ríkisstjórnarflokka til kjósenda í aðdraganda kosninganna. Aðilar sem bjóðast til að borga margfalt veiðigjald Útgerð á þorskveiðum sem telur sig ekki hafa nægan kvóta þarf að taka á leigu viðbótarkvóta. Hún þarf að finna aðra útgerð sem er aflögufær og greiða henni leigu fyrir hvert kg af þorski. Útgerðin sem hefur umráðarétt viðbótarkvótans greiðir 29 kr. til ríkisins fyrir umráðaréttinn sem hún svo leigir út fyrir 480 kr. ·Veiðigjald greitt í ríkissjóð: 29 kr. fyrir hvert kg af þorski ·Nýjasta verð á leigumarkaði: 480 kr. „ „ „ ·Landssamband smábátaeigenda býðst til að borga: 100 kr. „ „ „ ·Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóðast til að borga: 150 kr. „ „ „ Í landinu eru a.m.k. tvenn samtök sem hafa boðist til að borga í ríkissjóð margfalt það veiðigjald sem nú er innheimt af útgerðinni. Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa boðist til að borga 100 og 150 kr. fyrir hvert kg af þorski ef þeim yrði úthlutuð 10 þús. tonnum. Í ljósi þess ætti að vera einfalt að efna til útboðs á hluta aflaheimildanna og hefja þar með þá vegferð að þjóðin fái smám saman fullt verð fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Ætla má að raunvirði aflaheimildar fyrir 1 kg af þorski liggi milli 150 kr., sem boðið hefur verið í aflaheimildirnar, og þeirra 480 kr. sem greitt er í leigu. Auðveldasta leiðin til að finna út „rétt“ verð væri árlegt útboð á t.d. 5-10% aflaheimildanna á meðan 90-95% þeirra sætu alltaf eftir hjá þeim sem nú hafa þær á leigu frá þjóðinni. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Er loksins komið að því að þjóðin fái í sinn hlut það sem henni ber af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum? Við erum öll minnug þess að ríkisstjórnin sem fór frá sá ekki á sjö ára ferli sínum ástæðu til að krefja útgerðina um raunverulegt afnotagjald af fiskimiðunum. Þess í stað lagði hún á málamyndagjald sem gerði útgerðarfyrirtækjunum kleift að eyða umframfjármunum sínum í kaup á majónesverksmiðju, hjúkrunarþjónustu, skipafélagi, skyndibitastöðum, fjölmiðlum, smásöluverslun og lúxusíbúðum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta fjármunir sem hefðu getað gengið upp í þá „innviðaskuld“ í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum sem fyrri ríkisstjórn skilur eftir sig. Skýr skilaboð Í stefnuskrám flokkanna þriggja sem nú sitja í ríkisstjórn er því lýst með afdráttarlausum hætti að sjávarútveginum beri að greiða hærra gjald fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hjá Viðreisn er það orðað svo að innheimt verði „fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli.“ Flokkur fólksins orðar það svo að „Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi.“ Samfylkingin vill að „nýtingarréttur á náttúruauðlindum sé tímabundinn og úthlutað gegn fullu gjaldi. Tryggja þarf almenningi réttmæta hlutdeild í þeim umfram arði sem tilkominn er vegna auðlindarentu af eigum þjóðarinnar og koma um leið í veg fyrir að einstakir aðilar hagnist óeðlilega á því að taka megnið af auðlinda rentunnafdrái til sín. ....hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma.“ Þetta eru afar skýr skilaboð núverandi ríkisstjórnarflokka til kjósenda í aðdraganda kosninganna. Aðilar sem bjóðast til að borga margfalt veiðigjald Útgerð á þorskveiðum sem telur sig ekki hafa nægan kvóta þarf að taka á leigu viðbótarkvóta. Hún þarf að finna aðra útgerð sem er aflögufær og greiða henni leigu fyrir hvert kg af þorski. Útgerðin sem hefur umráðarétt viðbótarkvótans greiðir 29 kr. til ríkisins fyrir umráðaréttinn sem hún svo leigir út fyrir 480 kr. ·Veiðigjald greitt í ríkissjóð: 29 kr. fyrir hvert kg af þorski ·Nýjasta verð á leigumarkaði: 480 kr. „ „ „ ·Landssamband smábátaeigenda býðst til að borga: 100 kr. „ „ „ ·Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóðast til að borga: 150 kr. „ „ „ Í landinu eru a.m.k. tvenn samtök sem hafa boðist til að borga í ríkissjóð margfalt það veiðigjald sem nú er innheimt af útgerðinni. Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa boðist til að borga 100 og 150 kr. fyrir hvert kg af þorski ef þeim yrði úthlutuð 10 þús. tonnum. Í ljósi þess ætti að vera einfalt að efna til útboðs á hluta aflaheimildanna og hefja þar með þá vegferð að þjóðin fái smám saman fullt verð fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Ætla má að raunvirði aflaheimildar fyrir 1 kg af þorski liggi milli 150 kr., sem boðið hefur verið í aflaheimildirnar, og þeirra 480 kr. sem greitt er í leigu. Auðveldasta leiðin til að finna út „rétt“ verð væri árlegt útboð á t.d. 5-10% aflaheimildanna á meðan 90-95% þeirra sætu alltaf eftir hjá þeim sem nú hafa þær á leigu frá þjóðinni. Höfundur er hagfræðingur
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun