Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2025 21:02 Gunnþór Ingvason er framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/Arnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. Breytingarnar sem voru kynntar í dag snúa að uppfærðu mati á aflaverðmæti, sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Fyrir þorsk og ýsu verði gjaldið reiknað út frá markaðsvirði, en miðað verði við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem ekki sé markaður með hann hér á landi. Miðað við árið í fyrra hefðu veiðigjöld verið um tvöfalt hærri en raunin var. „Veiðigjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, en hefðu átt að vera 18 til 20 milljarðar,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra á fundi þar sem breytingarnar voru kynntar í dag. „Rétt skal vera rétt“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þjóðina hafa orðið af verulegum tekjum undanfarin ár. „Í stuttu máli, markmiðið er: Rétt skal vera rétt.“ Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Ívar Fannar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér yfirlýsingu og sögðu breytingarnar munu fækka störfum og veikja sjávarútveginn og afleiddar greinar. „Ég held að það sé auðvitað svolítið langsótt að þetta setji útgerðina á hliðina. Skoði maður rekstrarreikninga útgerðarinnar mörg ár aftur í tímann, þá hefur afkoma í útgerð og vinnslu verið mjög góð á Íslandi. Miklu betri en í öðrum atvinnugreinum,“ sagði Daði. Ekki við neinn að sakast nema fyrri stjórnvöld Þegar sagt sé að rétt eigi að vera rétt sé ekki átt við að útgerðir hafi komið sér undan því að greiða gjald samkvæmt lögunum. „Við erum að breyta lögunum til þess að veiðigjaldið verði leiðrétt. Þannig að á hverjum tíma hafa veiðgjöld verið greidd eftir þágildandi og núgildandi lögum. Þannig að það er ekki við neinn að sakast þar, nema mögulega stjórnvöld fyrri tíma,“ sagði Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Ráðherrarnir eiga báðir von á háværri mótstöðu við breytingarnar úr einhverjum áttum. Er ríkisstjórnin tilbúin fyrir þá orrahríð sem gæti verið á leiðinni út af þessu? „Við erum meira en tilbúin. Við bara hlökkum til,“ sagði Hanna Katrín. Illa unnin atlaga að landsbyggð og sjávarútvegi Meðal þeirra sem gagnrýna áformin er framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Þetta lítur nú bara mjög illa út myndi ég segja. Þetta er illa unnið og aðferðafræðin er mjög skringileg sem er beitt,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Um sé að ræða atlögu að landsbyggðinni og sjávarútvegi, sem veikist með breytingunum. „Þetta mun kalla á aðgerðir til hagræðingar. Ég meina, auðvitað er það svo að við verðum sem fyrirtæki að mæta því umhverfi sem okkur er búið.“ Síldarvinnslan hafi frá árinu 2014 hagnast um 70 milljarða, fjárfest fyrir 80 milljarða og greitt 65 milljarða til ríkisins. Á sama tíma hafi 21 milljarður verið greiddur í arð. „Svona ofurskattlagning er ekkert annað en skammtímahugsun. Það er verið að fá meiri tekjur til skamms tíma, en lægri tekjur til lengri tíma.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Síldarvinnslan Byggðamál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. 25. mars 2025 16:29 Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. 25. mars 2025 15:50 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Breytingarnar sem voru kynntar í dag snúa að uppfærðu mati á aflaverðmæti, sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Fyrir þorsk og ýsu verði gjaldið reiknað út frá markaðsvirði, en miðað verði við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem ekki sé markaður með hann hér á landi. Miðað við árið í fyrra hefðu veiðigjöld verið um tvöfalt hærri en raunin var. „Veiðigjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, en hefðu átt að vera 18 til 20 milljarðar,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra á fundi þar sem breytingarnar voru kynntar í dag. „Rétt skal vera rétt“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þjóðina hafa orðið af verulegum tekjum undanfarin ár. „Í stuttu máli, markmiðið er: Rétt skal vera rétt.“ Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Ívar Fannar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér yfirlýsingu og sögðu breytingarnar munu fækka störfum og veikja sjávarútveginn og afleiddar greinar. „Ég held að það sé auðvitað svolítið langsótt að þetta setji útgerðina á hliðina. Skoði maður rekstrarreikninga útgerðarinnar mörg ár aftur í tímann, þá hefur afkoma í útgerð og vinnslu verið mjög góð á Íslandi. Miklu betri en í öðrum atvinnugreinum,“ sagði Daði. Ekki við neinn að sakast nema fyrri stjórnvöld Þegar sagt sé að rétt eigi að vera rétt sé ekki átt við að útgerðir hafi komið sér undan því að greiða gjald samkvæmt lögunum. „Við erum að breyta lögunum til þess að veiðigjaldið verði leiðrétt. Þannig að á hverjum tíma hafa veiðgjöld verið greidd eftir þágildandi og núgildandi lögum. Þannig að það er ekki við neinn að sakast þar, nema mögulega stjórnvöld fyrri tíma,“ sagði Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Ráðherrarnir eiga báðir von á háværri mótstöðu við breytingarnar úr einhverjum áttum. Er ríkisstjórnin tilbúin fyrir þá orrahríð sem gæti verið á leiðinni út af þessu? „Við erum meira en tilbúin. Við bara hlökkum til,“ sagði Hanna Katrín. Illa unnin atlaga að landsbyggð og sjávarútvegi Meðal þeirra sem gagnrýna áformin er framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Þetta lítur nú bara mjög illa út myndi ég segja. Þetta er illa unnið og aðferðafræðin er mjög skringileg sem er beitt,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Um sé að ræða atlögu að landsbyggðinni og sjávarútvegi, sem veikist með breytingunum. „Þetta mun kalla á aðgerðir til hagræðingar. Ég meina, auðvitað er það svo að við verðum sem fyrirtæki að mæta því umhverfi sem okkur er búið.“ Síldarvinnslan hafi frá árinu 2014 hagnast um 70 milljarða, fjárfest fyrir 80 milljarða og greitt 65 milljarða til ríkisins. Á sama tíma hafi 21 milljarður verið greiddur í arð. „Svona ofurskattlagning er ekkert annað en skammtímahugsun. Það er verið að fá meiri tekjur til skamms tíma, en lægri tekjur til lengri tíma.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Síldarvinnslan Byggðamál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. 25. mars 2025 16:29 Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. 25. mars 2025 15:50 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00
„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. 25. mars 2025 16:29
Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. 25. mars 2025 15:50
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53