„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 16:29 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira