Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar 25. mars 2025 12:02 Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar