Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar 25. mars 2025 12:32 Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun